Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 22
Helstu atriði stjórnarsáttmála B, S og A
Einföldun skattkerfis
Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB
Þak á verðbætur verðtryggðra lána
Ný stjórnarskrá
Upptaka auðlindagjalds
Forsætisráðherra
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson (B)
Fjármálaráðherra
Árni Páll Árnason (S)
Utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveins-
son (B)
Menntamálaráð-
herra Guðmundur
Steingrímsson (A)
Velferðar(félags-
mála)ráðherra Frosti
Sigurjónsson (B)
Atvinnuvegaráð-
herra Sigurður Ingi
Jóhannsson (B)
Umhverfisráð-
herra Heiða Kristín
Helgadóttir (A)
Innanríkis-
ráðherra Katrín
Júlíusdóttir (S)
Heilbrigðis-
ráðuneyti Eygló
Harðardóttir (B)
BSA (B5 – S2 – A2)
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar
Kjarni stefnu Bjartar Framtíðar og Samfylkingar er aðild að ESB. Það
yrði fyrsti ásteytingarsteinninn í stjórnarmyndunarviðræðum við Fram-
sóknarflokkinn. Framsókn gæti, líkt og VG, samþykkt viðræður með
þeim fyrirvara að flokkurinn myndi berjast gegn aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hinn kosturinn, sem er líklegri er að mjög fljótlega á nýju kjör-
tímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við
ESB. Allir flokkar myndu sammælast um að hlíta vilja þjóðarinnar í þeirri
atkvæðagreiðslu.
Næsti ásteytingarsteinn yrði kosningaloforð Framsóknar um leiðrétt-
ingu verðtryggðra lána. Samfylking og Björt Framtíð tala bæði um „raun-
sæjar lausnir“ í því að aðstoða heimili í greiðslu- eða skuldavanda.
Skapist það svigrúm að hægt væri að greiða niður veðlán, gæti það verið
skynsamara eða réttlátara að nýta þá fjármuni til að greiða niður lán ríkis-
ins. Ef allir flokkar stunda skapandi hugsun væri þó hægt að semja sig í
kringum þetta kosningaloforð. Í það minnsta ættu flokkarnir að geta náð
saman um að þak verði sett á verðbætur verðtryggðra lána og að verðtrygg-
ing á nýjum lánum verði tekin til endurskoðunar og að skipuð verði nefnd.
Það sem flokkarnir yrðu sammála um væri að vera miðjustjórn og opnir
fyrir ýmsum hugmyndum. Allir þrír flokkar yrðu sammála um að vinna
frekar að nýrri stjórnarskrá með skýru auðlindaákvæði og upptöku auð-
lindagjalds. Þá þyrfti að ná hér stöðugleika í efnahagslífinu til framtíðar
og stefna þannig að Maastricht skilyrðum yrði náð, hvort sem það myndi
leiða til upptöku evru eða ekki.
Björt Framtíð og Framsóknarflokkur eru sammála um að einfalda þurfi
skattkerfið. Þá eru allir flokkar sammála um að einfalda þurfi tekjuteng-
ingar ýmsar í bótakerfinu.
Helstu atriði stjórnarsáttmála D, S og A
DSA (D5 – S3 – A2)
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar
Líkt og í samsteypustjórn undir forystu Fram-
sóknarflokks þyrftu flokkarnir þrír að byrja á að
leysa ESB málið sem Samfylking og Björt Framtíð
leggja áherslu á. Líklegast yrði það gert á svipaðan
hátt og í samsteypustjórn A,B,S, að fara fljótlega á
nýju kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu um fram-
hald viðræðna við ESB. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla
myndi svo ráða því hvort haldið yrði áfram í átt að
upptöku evru sem peningamálastefnu eða hvort
bregðast þurfi við með krónuna í farteskinu til fram-
tíðar.
Það yrði auðveldara fyrir þessa flokka að ná
saman um skuldamál heimilanna og framtíð verð-
tryggingarinnar, þar sem þessir þrír flokkar virðast
sammála um að hugmyndir Framsóknarflokksins
séu óraunhæfar. Þá hafa þessir flokkar talað um
að minnka vægi verðtryggingar, frekar en afnám
hennar.
Allir þrír flokkarnir eru sammála um mikilvægi
stöðugleikans í hagkerfinu og myndu fljótt sammæl-
ast um lækkun tryggingagjalds. Líkt og í stjórn með
Framsóknarflokknum gæti Sjálfstæðisflokkurinn
sæst á auðlindagjald, en myndi leggja áherslu á að
stjórnarskrá yrði ekki breytt nema með breyttum
vinnubrögðum þar sem Alþingi yrði leiðandi í gerð
nýrrar stjórnarskrár.
Forsætisráðherra
Bjarni Benedikts-
son (D)
Fjármálaráðherra
Illugi Gunnarsson (D)
Utanríkisráðherra
Hanna Birna
Kristjánsdóttir (D)
Menntamálaráð-
herra Guðmundur
Steingrímsson (A)
Velferðar(félags-
mála)ráðherra
Katrín Júlíusdóttir (S)
Umhverfisráð-
herra Heiða Kristín
Helgadóttir (A)
Innanríkis-
ráðherra Oddný
Harðardóttir (S)
Heilbrigðisráðu-
neyti Kristján Þór
Júlíusson (D)
Efnahagsráðu-
neyti Árni Páll
Árnason (S)
Atvinnuvegaráð-
herra Ragnheiður
Elín Árnadóttir (D)
Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald
viðræðna við ESB
Minna vægi verðtryggingar
Aukinn stöðugleiki í hagkerfinu
Lækkun tryggingagjalds
Upptaka auðlindagjalds
Ný vinnubrögð við breytingar
á stjórnarskrá
Ný
tt
rá
ðU
NE
yt
i
Ný
tt
rá
ðU
NE
yt
i
Ný
tt
rá
ðU
NE
yt
i
22 úttekt Helgin 26.-28. apríl 2013