Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 68
Þótt Brian De Palma geti státað af myndum á borð við Scarface, The Untouchables, Carlito´s Way og myndunum Dressed to Kill og Body Double sem eru skírustu dæmin um að hann er með Hitchcock á heilanum hlýtur hann að teljast til mistækari leikstjóra síðustu áratuga. Hann á einnig að baki haug af rusli og hefur heldur fatast flugið í sinni tíð með myndum eins og Femme Fatale og The Black Dahlia. Karlinn er þó ekki dauður úr öllum æðum og teflir nú fram leikkonunum Noomi Rapace og Rachel McAdams í sálfræðitryllinum Passion. Christine (McAdams) og Isabelle (Rapace) eru sam- starfskonur hjá markaðsfyrirtæki. Stigvaxandi rígur á milli þeirra nær hámarki þegar Christine stelur hugmynd Isabellu og eignar sér hana með þeim afleiðingum að hin hlédræga Isabelle fer að leggja á ráðin um morð. 68 bíó Helgin 26.-28. apríl 2013 Í Iron Man 3 er Tony Stark einn síns liðs og félagar hans úr Avengers- genginu eru fjarri góðu gamni.  Iron Man 3 Þjófstartar bíósuMrInu L eikarinn og leikstjórinn Jon Favreau tók að sér að skila Iron Man í bíó árið 2008 með eftirminnilegum árangri. Robert Downey Jr. skilaði sínu með sóma í aðalhlutverkinu og myndin ruddi braut- ina fyrir sjálfstæðar myndir um Captain America, Thor og Hulk. Tony Stark birtist í bláenda The Incredible Hulk og Samuel L. Jackson skaut upp kollinum í myndunum sem Nick Fury, til þess að tengja þær saman. Hámarkinu var svo náð í fyrra þegar allar þessar hetjur komu saman auk Black Widow og Hawkeye og mynduðu The Avengers hóp- inn undir stjórn Fury. Iron Man 3 er fyrsta sjálfstæða myndin sem kemur í kjölfar The Avengers en nýjar myndir um Thor og Captain America eru á næsta leiti og munu leiða áhorfendur inn í aðra endurfundi The Avengers en tökur á The Avengers 2 hefjast í byrjun næsta árs. Samningur Roberts Downey Jr. við Marvel rann að vísu út með Iron Man 3 en vandséð er að hægt sé að finna staðgengil hans í hlut- verk Iron Man. Shane Black, leikstjóri Iron Man 3, er þess þó fullviss að leikarinn muni í það minnsta leika hetjuna í enn einni Iron Man-mynd sem og The Avengers 2. Í Iron Man 3 er Tony Stark einn síns liðs og félagar hans úr Avengers-genginu eru fjarri góðu gamni. Hann sér fram á náðuga tíma og litla þörf fyrir Iron Man en neyðist til þess að taka á honum stóra sínum þegar hryðjuverkamaðurinn The Mandarin lætur til skarar skríða. The Mandarin ræðst beint á Stark sjálfan, rústar heimili hans og fer nærri því að drepa Pepper Potts, einkaritarann sem Stark elskar. The Iron Man fer á stjá og nú í hefndarhug en The Mandarin er ekkert lamb að leika sér við eins og lætur hart mæta svo hörðu að tví- sýnt er hvor muni hafa betur. Ben Kingsley, sem öðlaðist á sínum tíma heimsfrægð fyrir að leika friðarsinnann Ghandi, leikur The Mandarin með tilþrifum en auk hans mætir Guy Pierce nýr til leiks. Gwyneth Paltrow leikur Pepper Potts sem fyrr og Don Chedale mætir til leiks á ný sem félagi Starks, James Rhodes. Shane Black, leikstjóri Iron Man 3, er þekktastur sem handritshöfundur enda á hann heiðurinn af nokkrum skemmtilegustu spennumyndum síðustu áratuga. Það má því bóka tilfinningaríkan hasar í Iron Man 3 þeg- ar horft er til þess að Black, sem einnig er með puttana í handriti myndarinnar, skrifaði Lethal Weapon, The Last Boy Scout og hina stórlega vanmetnu The Long Kiss Goodnight með Geenu Davis í aðalhlutverki. Eftir að hafa staðið í skugga Spider-Man, Daredevil, The Punisher og Wolverine áratugum saman steig Iron Man fram í frábærri bíómynd árið 2008 og markaði upphafið að ótrúlegri sigurgöngu hetja sem voru við það að falla í gleymskunnar dá. Þar munaði ekki síst um frammistöðu eðal- leikarans Roberts Downey Jr. sem fór á kostum í hlutverki glaumgosans Tony Stark sem tók sér stundum frí frá djamminu til þess að bjarga heiminum í búningi Iron Man. Þriðja myndin um kappann er komin í bíó og hann leiðir enn stórsókn Marvel. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Iron Man einn á báti Iron Man 3 er líkleg til þess að blanda sér í slaginn um vinsælustu myndir ársins en í henni stendur Tony Stark í stórræðum gegn The Mandarin án aðstoðar félaga sinna í The Avengers. Hættulegar konur  fruMsýndar Noomi Rapace og Rachel McAdams leika hættulega refskák í Passion. Leikkonan Halle Berry lét síðast til sín taka í Cloud Atlas, ekki alls fyrir löngu, og er nú mætt aftur til leiks með truflað permanent í The Call. Hér leikur hún Jordan Turner sem svarar í neyðarlínuna 911. Hún er á vakt þegar stúlka sem hefur verið rænt hringir úr farangursgeymslu bifreiðar. Jordan áttar sig fljótt á því að stúlkan er í klóm morðingja sem hún hefur áður komist í kast við og því megi hún hvergi stíga feilspor að þessu sinni. Lögreglan telur sig lítið geta aðhafst nema hún hafi eitthvað haldbetra en eitt símtal í neyðarlínuna í höndunum þannig að Jordan ákveður að taka málin í sínar hendur. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tom- atoes: 39%, Metacritic: 51% MT: Halle Berry fær símtal sem fær hárin á henni og áhorfendum til að rísa. Berry á neyðarlínunni MY FATHERS BIKE LAU 22:00 SUN 20:00 (L) FRÍTT INN PHANTASM SUN: 20:00 (16) SKÓLANEMAR: 25% AFSLáTTUR gEgN FRAMvÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 PÓLSKIR DAGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.