Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 18
F ramsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið tveir stærstu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum um áratuga- skeið þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt verið mun stærri. Á síðustu fjórum áratugum hafa allir forsætis- ráðherrar landsins komið úr röðum framsóknarmanna eða sjálfstæðis- manna, þar til mynduð var hrein vinstri stjórn árið 2009, að undanskil- inni minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins 1979-1980, og lengst af þessa tímabils hafa þessir tveir flokkar verið saman í ríkisstjórn. Nú stefnir í einvígi þessara tveggja flokka. Skoð- anakannanir síðustu vikuna sýna lítinn mun milli flokkanna enda hefur Sjálfstæðisflokkur verið að sækja í sig veðrið og hefur saxað á for- skot Framsóknarflokksins. Nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, sýnir að flokkarnir eru hnífjafnir með rúm 24 prósent hvor. Framsóknarflokkurinn fengi hins- vegar, miðað við þá könnun, tveimur þingmönnum fleiri vegna misvægis atkvæða eftir kjördæmum. Sá flokkur sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun standa með pálmann í höndunum enda hefur hann möguleika á að mynda ríkis- stjórn með næststærsta flokknum sem og tveimur öðrum miðjuflokk- um, Samfylkingunni og Bjartri fram- tíð. Formaður þess flokk sem fær flest atkvæði á laugardag mun því að líkindum verða forsætisráðherra – nema ef mjótt verður á munum, þá getur verið að farið verði að nýlegu fordæmi Davíðs Oddssonar, þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem eftirlét Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi formanni Framsóknar- flokksins, forsætisráðherrastólinn síðustu tvö ár kjörtímabilsins 2003-7, þótt Halldór hafi hætt fyrr en áætlað var. Ráðuneytum verður fjölgað Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með jafnmikið fylgi, rúm 24 prósent, en vegna mis- vægis atkvæða eftir kjördæmum fengi Framsóknarflokkurinn 20 þing- menn og Sjálfstæðisflokkurinn 18. Samfylkingin er með rúm 13 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni og 9 þingmenn og Björt framtíð er með rúm 7 prósent og 5 þingmenn. Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins Einvígið um forsætisráðuneytið Ljóst er að forystumenn tveggja stærstu flokka landsins samkvæmt skoðanakönnunum, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, munu heyja einvígi í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Þessir tveir flokkar hafa verið stærstir um áratugaskeið en aldrei jafnstórir. Sigur á laugardag mun skera úr um hvor verður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson. Framhald á næstu opnu Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Teikning/Hari 18 úttekt Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.