Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Síða 18

Fréttatíminn - 26.04.2013, Síða 18
F ramsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið tveir stærstu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum um áratuga- skeið þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt verið mun stærri. Á síðustu fjórum áratugum hafa allir forsætis- ráðherrar landsins komið úr röðum framsóknarmanna eða sjálfstæðis- manna, þar til mynduð var hrein vinstri stjórn árið 2009, að undanskil- inni minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins 1979-1980, og lengst af þessa tímabils hafa þessir tveir flokkar verið saman í ríkisstjórn. Nú stefnir í einvígi þessara tveggja flokka. Skoð- anakannanir síðustu vikuna sýna lítinn mun milli flokkanna enda hefur Sjálfstæðisflokkur verið að sækja í sig veðrið og hefur saxað á for- skot Framsóknarflokksins. Nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, sýnir að flokkarnir eru hnífjafnir með rúm 24 prósent hvor. Framsóknarflokkurinn fengi hins- vegar, miðað við þá könnun, tveimur þingmönnum fleiri vegna misvægis atkvæða eftir kjördæmum. Sá flokkur sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun standa með pálmann í höndunum enda hefur hann möguleika á að mynda ríkis- stjórn með næststærsta flokknum sem og tveimur öðrum miðjuflokk- um, Samfylkingunni og Bjartri fram- tíð. Formaður þess flokk sem fær flest atkvæði á laugardag mun því að líkindum verða forsætisráðherra – nema ef mjótt verður á munum, þá getur verið að farið verði að nýlegu fordæmi Davíðs Oddssonar, þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem eftirlét Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi formanni Framsóknar- flokksins, forsætisráðherrastólinn síðustu tvö ár kjörtímabilsins 2003-7, þótt Halldór hafi hætt fyrr en áætlað var. Ráðuneytum verður fjölgað Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með jafnmikið fylgi, rúm 24 prósent, en vegna mis- vægis atkvæða eftir kjördæmum fengi Framsóknarflokkurinn 20 þing- menn og Sjálfstæðisflokkurinn 18. Samfylkingin er með rúm 13 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni og 9 þingmenn og Björt framtíð er með rúm 7 prósent og 5 þingmenn. Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins Einvígið um forsætisráðuneytið Ljóst er að forystumenn tveggja stærstu flokka landsins samkvæmt skoðanakönnunum, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, munu heyja einvígi í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Þessir tveir flokkar hafa verið stærstir um áratugaskeið en aldrei jafnstórir. Sigur á laugardag mun skera úr um hvor verður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson. Framhald á næstu opnu Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Teikning/Hari 18 úttekt Helgin 26.-28. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.