Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 42
Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK www.sjukra.is Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyum 4. maí Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyum tekur gildi 4. maí nk. Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og lækka lyakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf. Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyakostnaðinn þinn í nýju kerfi. Hjá apótekum. Upplýsingar um kerfið má nálgast:  Kosningar Pólitískir hráskinnaleikir í bíó Kosningabaráttan nær hámarki á laugardag þegar landsmenn kjósa til alþingis eftir hressilegar byltur, bæði innan flokka og á milli þeirra, og heilmikið hopp og skopp í skoðanakönnunum. Finn- ist einhverjum hafa vantað upp á dramatíkina í slaginn má alltaf leita eftir meiru hjá Hollywood þar sem svikabrallið og innantóm loforðin eru síst minni en í raunveruleikanum. Fréttatíminn tínir hér til nokkrar sígildar kosningamyndir fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg. Primary Colors (1998) John Travolta og Emma Thompson eru hér í hlutverkum ríkis- stjórahjóna sem sækja fyrirmyndir til Bills og Hillary Clinton og fyrstu kosningabaráttu Bills um embætti forseta Bandaríkjanna. Hér segir frá atlögu ríkisstjórans Jacks Stanton að forseta- embættinu en myndin byggir á lykilrómanunum Primary Colors: A Novel of Politics. Bókin fjallar um kosningabaráttu Clintons 1992. Hún kom fyrst út án þess að nafns höfundar væri getið en síðar kom á daginn að þar var á ferðinni blaðamaðurinn Joe Klein, sem fjallaði um baráttu Clintons fyrir Newsweek. Hér gengur á ýmsu og Billy Bob Thornton fer mikinn í hlut- verki spunakarls og pólitísks plottara.John Travolta leikur ígildi Clintons forseta í Primary Colors. The Campaign (2012) Pólitísk gamanmynd með þeim Will Ferrell og Zach Galifianakis í hlutverkum ólíkra Suðurríkjamanna sem berjast um þingsæti. Ferrell leikur demókratann Cam Brady sem er að sigla inn í sitt fimmta kjörtímabil. Kosningabarátta hans kemst í uppnám þegar fréttist að hann hefur staðið í framhjáhaldi með konu úr stuðnings- liði sínu. Spilltir viðskiptajöfrar sjá sér þá leik á borði og dubba ferðafrömuðinn Marty Huggins (Galifianakis) upp sem fram- bjóðanda Repúblikana með það fyrir augum að fella þingmanninn. Þessir ólíku menn takast síðan á af fullri hörku og öllum brögðum í bókinni er beitt. Zach Galifianakis leikur hálfgerðan einfeldning sem er settur til höfuðs þingmanni sem Will Ferrell leikur. Bulworth (1998) Warren Beatty, leikstýrir, skrifar handrit og leikur aðalhlutverkið í þessari léttu ádeilu. Þingmaðurinn frjálslyndi Jay Billington Bulworth hefur verið lengi í stjórnmálum og hálf- partinn dagað uppi með meiningar sínar sem þóttu sniðugar á milli 1960 og 1970. Hann hyggst stytta sér aldur með því að setja leigumorðingja til höfuðs sér í miðri baráttu sinni fyrir endurkjöri en atburðir haga því þannig að hann verður skyndilega forsetaefni. Bráðfeigur maðurinn. Warren Beatty er með póli- tískari mönnum í Hollywood og skrumskælir stjórnmálin með látum í Bulworth. The Candidate (1972) Sjarmatröllið Robert Redford leikur Bill McKay sem er í þingframboði fyrir Kaliforníu. Hann á ekki möguleika á að ná kosningu og er þess vegna tilbúinn til þess að klípa að- eins í kerfið með því að segja það sem honum sýnist. Þegar skoðanakannanir benda til þess að hann muni skíttapa kosningunum breytir hann þó um takt. Hann er sonur fyrrverandi ríkisstjóra og reiknaði með að geta tapað með sóma en ekki skömm. Viðsnúningurinn og breiddin sem hann setur í baráttuna lyftir honum í könnunum en því fylgja ekki síður vandamál að fljúga hátt en lágt. Robert Red- ford deildi á póitíkina í Bandaríkjunum í The Candidate The Ides of March (2011) George Clooney leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir þessari mynd um baktjaldamakk í kosningabaráttu. Hann leikur nánast fullkominn frambjóðanda og ríkisstjóra sem er kominn lang- leiðina með að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninga. Hann er, ásamt snjöllum kosningastjóra sínum (Philip Seymour Hoffman) og ungum en feikilega færum fjölmiðlafulltrúa sem enn hefur hugsjónir (Ryan Gosling), í Ohio þar sem þeir ætla sér að gulltryggja honum sigur. Keppinauturinn er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp en hafi hann betur í ríkinu getur brugðið til beggja vona. Það er því mikið undir og lævís kosningastjóri andstæðingsins nær hælkróki á Gosling. Samstaðan í þéttum hópnum rofnar og skyndilega er setið á svikráðum í hverju skúmaskoti og ljóst er að aðeins þeir allra klókustu muni komast heilir frá þessum hráskinnaleik. Ryan Gosling kemst að því með illu að hugsjónir eiga lítið erindi í stjórnmálabaráttu. 42 bíó Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.