Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 24
Í
Íslendingar ganga til alþingiskosninga á
morgun, laugardag. Á kjörskrá eru 237.957
kjósendur og hefur þeim fjölgað um 10.114,
eða 4,4 prósent, frá þingkosningunum árið
2009. Þeir sem kjósa í fyrsta skipti til alþing
is eru 18.670, eða 7,8 prósent af kjósenda
tölunni. Kjósendur með lögheimili erlendis
eru 12.757. Margir Íslendingar hafa leitað út
fyrir landsteinana í leit að betri lífskjörum
undanfarin ár. Því hefur kjós
endum ytra fjölgað um 2.833
frá síðustu alþingiskosning
um, eða um 28,5 prósent.
Alls eru 15 listar í framboði
en 11 listar bjóða fram í öllum
kjördæmum. Sumum þykir
raunar nóg um þann fjölda en
hann er merki um að lýðræðið
virki, sýnilegt tákn þess að
þeir sem telja sig hafa eitthvað
fram að færa í þágu þjóðar
hafa tækifæri til þess. Auk
Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar,
Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem
sumir kalla fjórflokkinn, bjóða sjö stjórn
málasamtök fram lista í öllum kjördæmum,
Björt framtíð, Dögun, Flokkur heimilanna,
Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar og
Regnboginn. Þess utan eru í boði listar
Alþýðufylkingarinnar og Húmanistaflokks
ins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og
listi Sturlu Jónssonar í Reykjavíkurkjördæmi
suður. Þá býður Landsbyggðarflokkurinn
fram í Norðvesturkjördæmi.
Frambjóðendur stjórnmálaflokka og
stjórnmálasamtaka hafa undanfarnar vikur
kynnt sig og stefnumál sín. Skoðanakann
anir hafa sýnt að mikil hreyfing hefur verið á
fylgi. Það þarf ekki að koma á óvart eftir þær
efnahagslegu hamfarir sem urðu hér haustið
2008 sem leiddu til falls þáverandi ríkis
stjórnar og þingkosninga í kjölfarið, vorið
2009. Ýmislegt sem fylgdi í kjölfar hrunsins
er enn óleyst. Um þau mál hefur kosninga
baráttan meðal annars snúist.
Á kjördegi er valdið í höndum kjósenda.
Sá réttur er ómetanlegur en ekki sjálfgefinn.
Fjöldi þjóða býr ekki við þau lýðréttindi að
geta valið sér valdhafa heldur býr við skoð
anakúgun og margháttað ófrelsi, svo ekki
sé talað um hreina valdníðslu. Í stjórnarskrá
okkar eru hins vegar skýr ákvæði um að
allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og njóta
mannréttinda. Það er lýðræðislegur réttur
hvers manns að taka þátt í störfum stjórn
málaflokka og annarra frjálsra félagasam
taka. Í því lýðræði sem við búum við felst
að ríkisvaldið á uppsprettu hjá þjóðinni og
meðferð þess valds sætir eftirlits hennar.
Kjósendur líta því annars vegar til liðins
kjörtímabils þegar þeir gera upp sinn hug
gagnvart einstökum flokkum eða stjórn
málamönnum en horfa hins vegar til fram
tíðar í ljósi stefnu og loforða þeirra sem bjóða
fram þjónustu í þágu þjóðarinnar. Þeir sem
kjöri ná bera pólitíska ábyrgð meðan þeir
þjóna og ekki síst ef þeir leita endurkjörs.
Þátttaka í alþingiskosningum hér á landi
hefur almennt verið góð. Frá árinu 1983
hefur átta sinnum verið gengið til þing
kosninga. Þátttaka í þessum kosningum
hefur verið frá 83,6 til 90,1 prósent. Minnst
var kosningaþátttakan á þessu tímabili
árið 2007 en mest árið 1987. Þegar kosn
ingaþátttaka minnkaði um rúmlega fjögur
prósentustig milli áranna 2003 og 2007
óttuðust sumir að sama þróun ætti sér stað
hér á landi og í mörgum öðrum vestræn
um lýðræðisríkjum, að kosningaþátttaka
minnkaði. Svo var ekki, að minnsta kosti
ekki hvað þingkosningar varðar, því þátt
takan var 85,1 prósent í síðustu alþingis
kosningum. Ýmislegt bendir til þess að
þátttaka verði góð núna. Mun fleiri hafa til
dæmis kosið utan kjörfundar nú en var á
sama tíma fyrir fjórum árum.
Mikilvægt er að kjósendur noti lýðræðis
lega rétt sinn, mæti á kjörstað og taki af
stöðu. Sá réttur er dýrmætur. Kosningarnar
snúast um framtíð okkar allra, hvernig þing
ið verður skipað og ríkisstjórn í framhaldi
þess. Áherslur þeirra sem bjóða sig fram eru
mismunandi og stefnumál um margt ólík.
Það er kjósandans að vega og meta.
Alþingiskosningar Nýta ber lýðræðislegan rétt
Valdið er hvers kjósanda
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar:
Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri:
Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson
valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af
Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Þungur kross að bera
Sá sem er eitt sinn kallaður af guði býr
við það að köllun guðs víkur ekki frá
honum.
Gunnar Þorsteinsson, löngum kenndur
við Krossinn, hefur hug á að endurheimta
trúfélagið sitt.
Sumir á bomsum...
Ég held mínu striki. Ég er
fighter.
Egill Ólafsson er alltaf í
stuði og lætur ekki slá sig
af laginu þótt eitthvað hafi
verið um afbókanir á honum
sem söngvara eftir að hann tók sæti á
lista Lýðræðisvaktarinnar.
Er Emotional Rescue rispuð?
Ég spyr hann nokkurra spurninga yfir
þetta tímabil og hann svarar eins og
biluð plata.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Seflossi, er í eldlínunni eins og oft áður.
Nú vegna þess að hann þykir frekur til
fjörsins í nauðungaruppboðum. Svona
lýsti Arnheiður Aldís Sigurðardóttir, sem
er að missa húsið sitt, samskiptum sínum
við sýslumann í DV.
Stækur rommfnykur
Það er dálítil kosningalykt af þessu.
Snæbjörn Steingrímsson, fram
kvæmda stjóri SMÁÍS, telur að opnun
skráarskiptasíðunnar Thepiratebay undir
.is léni sé einhvers konar kosningabrella af
hálfu Pírata sem eru öðrum fremur upp
teknir af frelsi á netinu. Síðan var áður
með sænskt lén.
Hver skilur ekki Gunnar?
Þetta er einhver misskilningur
hjá Ármanni blessuðum.
Flokksbræðurnir Gunnar
I. Birgisson Ármann Kr.
Ólafsson, hafa oft eldað
grátt silfur. Nú telur
Ármann íþróttafélagið HK
sæta pólitískum ofsóknum
Gunnars.
Stælum vísað frá
Þetta segir okkur það að Visa, [...] get[i]
ekki tekið sér neitt alræðisvald um það
hverjir megi stunda viðskipti.
Ólafur Vignir Sigurvinsson fagnaði úrs
kurði Hæstaréttar um að stóru greiðslu
kortafyrirtækin verði að opna greiðslugáttir
Datacell til WikiLeaks að nýju.
Vikan sem Var
Jafnaðarmenn stöndum saman!
Baráttugleði
um allt land
Kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar
eru opnar um allt land á kjördag, rjúkandi
kosningakaffi og gómsætt meðlæti.
Nánar á heimasíðu Samfylkingarinnar –
jafnaðarmannaflokks Íslands, xs.is
414 2200
Akstur á kjördag
Sextíu vændismál
Um sextíu mál eru til rannsóknar hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem
snúast um kaup á vændi. Þrír vændis-
kaupendur hafa verið ákærðir og búast
má við fleiri ákærum. Sjö konur hafa
verið yfirheyrðar og leikur grunur á
mansali í einhverjum tilvikum.
Seðlabankastjóri tapar
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði
Seðlabanka Íslands af kröfum Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra sem vildi
ógilda ákvörðun um launalækkun hans.
Kjararáð lækkaði laun Más í framhaldi
af því að lög voru sett sem kváðu á um
að laun stjórnenda hjá ríkinu væru ekki
hærri en laun forsætisráðherra.
Langtímafjárfesting á
Fjöllum
Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo, sem
vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sagði í
fyrsta sinn að jarðarkaup á Íslandi væru
langtímafjárfesting. Innan tíðar opnist
siglingaleiðir um norðurslóðir þegar
ísinn bráðnar og landareignir hækki í
verði.
Ný Vestmannaeyjaferja
Innanríkisráðherra kynnti bæjaryfir-
völdum í Vestmannaeyjum áætlun um
hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyja-
ferju. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir
mögulegt að loka þurfi Landeyjahöfn
þar til nýja ferjan verður tilbúin.
Karl Vignir í dómsal
Aðalmeðferð í máli Karls Vignis Þor-
steinssonar vegna kynferðisbrota gegn
fjórum einstaklingum fór fram í vikunni.
Réttarhöldin voru lokuð. Karl Vignir
hefur setið í varðhaldi frá janúarbyrjun
en hann var kallaður til yfirheyrslu eftir
að hann játaði í Kastljósi kynferðisbrot
gegn börnum um áratuga skeið.
Fella tré í Öskjuhlíð
Um eitt hundrað grenitré í Öskjuhlíð
verða felld á næstunni þar sem þau
ógna flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Um er að ræða allt að 25 metra há tré
og eru þau hin elstu í Öskjuhlíðarskóg-
inum. Starfsmenn Flugmálastjórnar
gróðursettu trén á fimmta áratug síðstu
aldar. Þau hafa nú, sökum hæðar sinnar,
skapað hættu fyrir flugvélar í aðflugi og
flugtaki.
Tveir milljarðar í arð
HB Grandi, eitt stærsta útgerðarfélag
landsins, samþykkti á aðalfundi sínum
að greiða hluthöfum hátt í tvö milljarða
í arð vegna síðasta árs. Heildarhagn-
aður á árinu var 2,4 milljarðar og
lagði stjórn in til að stærsti hlutinn yrði
greiddur í arð. Stjórnarformaður HB
Granda sagði á fundinum að veiðigjöld
eigi eftir að íþyngja rekstrinum á
komandi árum.
Einangraðir Seyðfirðingar
Um sjötíu Seyðfirðingar gengu yfir
Fjarðarheiði til að mótmæla lélegum
samgöngum. Eini vegurinn til og
frá Seyðisfirði er yfir heiðina og í
vetur hefur hún margoft verið ófær
dögum saman. Fjöldi Seyðfirðinga sækir
daglega vinnu eða nám yfir heiðina og
með fjöldagöngunni vildu þeir þrýsta á
um að hafist verði handa við gerð ganga
undir Fjarðarheiði.
Vart mælanlegur
munur á D og B
Vart er mælanlegur munur á fylgi Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokksins
í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun
gerði fyrir Morgunblaðið 17.-23. apríl.
Sjálfstæðisflokkinn mælist með 24,8%
og bætir við sig 0,4 prósentustigum frá
síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks-
ins mælist 24,4% og minnkar um 3,7
prósentustig. Munurinn á milli flokkanna
er innan skekkjumarka.
Vetur og sumar frusu
saman
Vetur og sumar frusu saman nánast um
allt land í fyrrinótt. Samkvæmt þjóð-
trúnni veit það á gott sumar.
Skátar fjölmenntu
í skrúðgöngur
Sumardagurinn fyrsti hefur verið há-
tíðisdagur hjá íslenskum skátum um
áratuga skeið og engin breyting var á því
í gær. Skrúðgöngur skáta voru víða í til-
efni dagsins – og létu skátarnir kuldann
sem víða var ekkert á sig fá.
Nauthólsvík laus
við saurgerla
Saurgerlamengun er ekki lengur yfir
viðmiðunarmörkum í Nauthólsvík. Því
er í góðu lagi að stinga sér til sunds þar
á nýjan leik.
FRéttiR vikunnaR
Mikilvægt er að kjósendur noti lýðræðislega rétt sinn,
mæti á kjörstað og taki afstöðu.
24 viðhorf Helgin 26.-28. apríl 2013