Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 72
 TónlisT TæknibylTing leyfir fólki að velja sjálfT Aðeins það besta Þ egar sjónvarpsstöðvar hófu starfsemi, um miðja síðustu öld, neyddust þær vegna tæknilegra takmarkana til að endurgera efni sem þegar var til í samfélaginu. Þær komu sér fyrir í vöruskemmum og settu þar upp leikrit, borgarafundi, messur, fyrirlestra, barnagæslu og skemmti- dagskrár; tóku þetta upp á upptöku- vélar sem voru á stærð við Austin Mini og sendu út með sendibúnaði sem tók heila blokk. Sjónvarpsdagskráin varð þannig eins og lélegt ljósrit af lífinu; svoldið loftlaus og innilokaður heimur. Þegar við bættist að ein dagskrá þurfti að höfða til allra aldurs- og samfélags- hópa hafði prógrammið tilhneigingu til að verða andlaust og innihaldslaust í ofanálag. Ris og fall Þrátt fyrir þetta varð sjónvarpið mikill segull sem sogaði að sér athygli fólks og auglýsingafé frá fyrirtækja. Fyrir afl þess varð dagskráin íburðarmeiri og út úr sjónvarpinu kom margt sem gaf ekkert eftir því sem áður var til. Eða það fannst okkur alla vega. Okkur fannst eins og viðburði í raunheimum skorti eitthvað; íburð og glamúr en líka fókus og skýrleika. Þetta var tími sjónvarpsins; skammlíf gullöld; seinni helmingur síðustu aldar. Stafræn dreifing fjölgaði sjónvarps- rásum og sundraði þar með áhorfend- um. Og þegar kvarnast fór úr hópnum virtust engin takmörk fyrir hversu víða hann dreifðist. Netið splundraði áhorfendahópnum síðan enn frekar. Og þegar fólk gat sótt sér allskyns efni í risastórar efnisveitur voru ekki lengur neinar fjárhagslegar eða tækni- legar forsendur fyrir blönduðum dagskrárstöðvum. Þær eru vissulega þarna ennþá og halda enn vænni sneið af auglýsingafé fyrirtækjanna; en það er öllum ljóst að fyrr en síðar munu þær missa tekjur sínar og deyja út. Með minna vægi dagskrárstöðv- anna hefur ýmislegt breyst í menn- ingu okkar. Hver kvöldfréttatími Ríkissjónvarpsins er ekki lengur þjóðfundur. Við búum ekki lengur öll í sama menningarsamfélaginu — og gerðum það kannski aldrei. Bylting í beinni Fyrir 40 árum voru beinar útsend- ingar frá íþróttamótum í Ríkissjón- varpinu; en aðeins frá íþróttagreinum sem koma mátti fyrir í sjónvarps- sal. Fyrst var Íslandsglíman í beinni útsendingu og síðar kraftlyftingamót; íþróttafréttamenn höfðu um tíma trú á að borðtennis myndi slá í gegn. Þegar tæknin bauð upp á útsendingar beint frá alvöru íþróttavöllum hurfu glíman og aðrar sjónvarpsíþróttir í gleymsk- unnar dá. Fótbolti, ólympíuleikar, NBA-körfu- boltinn, Formúla 1 og slík stórveldi stóðu undir háum útsendingarkostn- aði; mikið áhorf skilaði miklum auglýsingatekjum. En þegar tækninni fleytti fram urðu þessar útsendingar ekki aðeins viðameiri heldur opnaði hún tækifæri fyrir aðra geira sam- félagsins; ekki sist listastofnanir. Og eins í íþróttunum þá hafa öflug- ustu stofnanirnar rutt brautina; Met- ropolitan óperan í New York, National Teathre í London, Berlínarfílharmoní- an, Konunglega óperan í London og önnur slík stórveldi. Á örfáum árum hafa milljónir manna fengið aðgengi að þessum stofnunum í gegnum beinar útsendingar frá uppfærslum og tónleikum. Þetta hefur ekki enn valdið viðlíka umbyltingum og urðu frá því að Bjarni Felixson sýndi vikugamla fótboltaleiki í sjónvapinu og þar til fólki stóð til boða tugir beinna útsend- inga í hverri viku og frægir fótbolta- menn voru orðnir einskonar heiðurs- félagar í flestum fjölskyldum — enda er þessi þróun komin skammt á veg í listheimum. Næsta skref: Listirnar Fyrir rúmum sex árum hóf Metropo- litan útsendingar; sendi Töfraflaut- una til tæplega 100 bíóhúsa; flestra í Bandaríkjunum. Fyrsta leikárið voru sex óperur sendar út og áhorfendur urðu 324 þúsund. Í fyrra voru ellefu óperur sendar út til um 1700 kvik- myndahúsa í 54 löndum; áhorfendur voru um þrjár milljónir. Í ár bætt- ust við fjölmörg ný kvikmyndahús og nokkur ný lönd; meðal annars risaveldin Kína og Rússland. Búast má við að áhorfendur í ár verði nærri fjórum milljónum. Í upphafi var ráðgert að þessar sýn- ingar stæðu undir sér. Markmiðið var að kynna fleiri áhorfendum undra- heima óperunnar. Reyndin varð hins vegar sú að verkefnið skilaði hagnaði á þriðja ári. Í fyrra seldi Metropolitan miða á óperur í bíósölum fyrir um 5,7 milljarða króna; helmingurinn rann til Metropolitan og þegar búið var að borga allan kostnað og listamönn- unum þóknun sátu eftir 1,3 milljarðar króna í hreinan hagnað. Ekki slæmur árangur af sex ára gömlu tilrauna- verkefni. Hingað til hafa þessar útsendingar verið bundnar við kvikmyndahús en ráðgert er að fólk geti horft á sýning- arnar í heima í stofu. Berliner Phil- harmoniker opnaði Digital Concert Hall fyrir fjórum árum þar sem fólk getur á hverju ári horft og hlustað á um 40 tónleika í beinni útsendingu. Þetta verkefni er þegar farið að skila nokkrum hagnaði. National Theatre í London sendir út um sex til sjö sýn- ingar ári (um tíma var sýnt frá þeim í Kringlubíói en þeim sýningum var hætt) og sama má segja um Kon- unglegu óperuna í London (næsta sýning er á mánudaginn í Háskóla- bíói; Nabucco eftir Verdi með Plácido Domingo í titilhlutverinu). Það er ómögulegt að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir. Það má þó fullyrða að hún mun auðga lífið. Það eru mikil gæði að geta setið heima og velt fyrir sér hvort maður eigi að skella sér á óperu í New York, tón- leika í Berlín, fótbolta í Barcelona eða leiksýningu á West End. Endurgerðir gömlu dagskrárstöðvanna af lífinu verða hálf kátlegar í samanburði. Tækniþróun í upptöku- og útsendingartækni mun umbylta rekstri menningarstofnana, auka aðgengi okkar að því besta sem gert er í listum og auðga þannig lífið – en hins vegar slátra (með öðru) hinu hefðbundna dagskrársjónvarpi. Þegar fólk fær að velja sjálft getur það farið að kunnum ráðum Páls Magnússonar útvarpsstjóra; sem sagði í auglýsingu Sævars Karls um árið: Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta. Í fyrra seldi Metropolitan miða á óperur í bíósölum fyrir um 5,7 milljarða króna; helm­ ingurinn rann til Metro­ politan og þegar búið var að borga allan kostnað og listamönn­ unum þóknun sátu eftir 1,3 milljarðar króna í hrein­ an hagnað. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is  kringlubíó beinar óperuúTsendingar Bættu smá New York í lífið Á morgun lýkur starfsári Metropolitan óperunnar í Kringlubíói með sýningu á Giulio Cesare in Egitto eftir George Frideric Händel; óperu sem var frum- flutt í London fyrir 289 árum þegar Händel var rétt tæplega fertugur; stórstjarna í stærstu borg heims. Eins og nafnið gefur til kynna segir óperan frá því þegar Júlíus Sesar bregður sér til Egyptalands, kemst upp á milli hjónanna og systkinanna Kleó- pötru og Tólómeó; drepur bróðurinn, vinnur hjarta systurinnar, fellir einræðið og kemur á lýðræði í Eg- yptalandi. Sem sé egypskt vor; ekki arabískt. Þetta er feiknarskemmtileg ópera og það mætti mæla með henni við þau sem vilja kynnast óperum ef hún væri ekki líka feiknarlega löng; næstum fimm tímar með tveimur hléum. Eins og margt frá barokk- tímanum er stutt milli harms og óláta; þarna er upp- átækjasamur þráður og persónurnar skemmtilega holdlegar, illa innrættar og sjálfsuppteknar. Uppfærslan er innflutt á Metropolitan; var fyrst sett upp á Glyndebourne festivalinu fyrir átta árum. Leikstjóri er David McVicar, þaulreyndur skoskur leikstjóri, sem skellir rækilegum skammti af Bol- lywood-dönsum og búningum yfir barokkið. David Daniels kontratenór syngur Sesar (það hlutverk hef- ur undanfarna öld oftast verið sungið af sópransöng- konum), Natalie Dessay syngur Kleópötru og Chri- stophe Dumaux kontratenór syngur Tólómeó. Það er því næsta víst að Sverrir Guðjónsson mun mæta; þetta er veisla fyrir kontratenóra. Kringlubíó hóf beinar útsendingar frá Metropolit- an strax á öðru ári; leikárið 2007/2008. Í ár voru tólf sýningar; kassastykki eins og Aída, Óþelló, Rígólettó og Grímudansleikurinn eftir Verdi, fáséðari óperur eins og Trójumenn eftir Berlioz, svakahlussur eins og Parsifal eftir Wagner og nútímaverk eins og Of- viðrið eftir rétt rúmlega fertugan Thomas Adès. Þessar sýningar í Kringlubíó eru með því besta sem í boði er í Reykjavík. Bestu söngvarar heims, bestu leikstjórarnir, besta óperuhljómsveitin, bestu hljómsveitastjórarnir, besti kórinn, bestu tækni- mennirnir; allt þetta fólk kemur saman til að færa okkur stórkostlegar uppfærslur. Og það kostulega er að þessar beinu útsendingar svínvirka; það er magn- að að sitja í Kringlunni og njóta þess besta sem New York hefur upp á að bjóða. (Svo er viss upplifun að sitja í bíósal þar sem meðalaldur áhorfenda er ellilíf- eyrir plús.) -gse Giulio Cesare er sindrandi barokk frá Händel; sett upp í Bollywood-stíl af David McVicar og sent út með nýjustu tækni og vísindum frá 65 stræti New York borgar í sal 1 í Kringubíói. Fyrir rúmar 21 þúsund krónur á ári fá Íslendingar um 40 tónleika með Berlínarfílharmoníunni í beinum útsendingum í hámarksgæðum; tónleika þar sem allir bestu stjórnendur heims og allir bestu einleikarar heims spila með einni bestu hljómsveit heims. Ljósmynd/Getty 72 samtíminn Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.