Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 28
S umir virðast halda
að verðmæti
verði ek k i
til hjá skap-
andi og frjóu
fó l k i s e m
skapar fjör í
þjóðfélaginu
heldur hjá
værukærum
embættis-
mönnum rík-
isins, falli af
himnum ofan eða skapi sig sjálf. Og
þeir hinir sömu virðast haldnir þeirri
firru að eina leið ríkisins til þess að
afla tekna sé að skattpína fólk og ný-
sköpunarfyrirtæki.
Þeir halda með öðrum orðum að
það að lækka skatta á fólk og fyrir-
tæki sé ekki vítamínsprauta – auki
ekki fjörið, umsvifin og nýsköpunina
í þjóðfélaginu þannig að allir njóti
þess – líka ríkið og velferðarkerfið –
heldur að þetta hafi engin áhrif á fólk
og fyrirtæki og ríkið tapi á því.
Og þetta viðhorf er ekki aðeins
ferlega sorglegt þekkingarleysi á því
hvernig þjóðfélagið starfar – ægilega
skaðlegur misskilningur varðandi
það hvernig skapandi hæfileikafólk
býr til verðmæti þegar það fær tæki-
færi til þess – heldur sýnir það skattp-
índu vinnandi fólki fyrirlitningu.
Nýr Landspítali við Hringbraut,
sjúkrahótel og bílastæðahús
Forval nr. 15452 fyrir hönnunarútboð
Undirbúningur 1. áfanga uppbyggingar nýs Landspítala við
Hringbraut hefur nú staðið um þó nokkurt skeið. Í nóvember 2012 lauk
hönnunarhópurinn SPITAL við forhönnun heildarverkefnisins. SPITAL
vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók
gildi 4. apríl 2013. Nú er komið að forvali fyrir fullnaðarhönnun
heildarverkefnisins, en því hefur verið skipt upp í 4 aðskilin
hönnunarútboð; um 58.500 m²meðferðarkjarna, um 14.000 m²
rannsóknarhús, um 21.300 m² bílastæðahús (með skrifstofuhluta og
tæknihluta) og um 4.000 m² sjúkrahótel. Forval það er hér er auglýst
snýr að tveimur einfaldari verkefnunum, sjúkrahóteli og bílastæðahúsi.
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í
útboði á fullnaðarhönnun sjúkrahótels og/eða bílastæðahúss sem
verða hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Hér er um
að ræða opið forval auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en
útboðin verða lokuð öðrum en þeim bjóðendum sem tekið hafa þátt í
forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess.
Engin takmörkun er á ölda bjóðenda. Þannig verður öllum umsæk-
jendum sem uppfyllt hafa kröfur forvalsgagna og þannig staðist forval
boðið að taka þátt í lokuðum aðskildum hönnunarútboðum fyrir
sjúkrahótel og/eða bílastæðahús eftir því sem við á. Ekki er gen
einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsárhæð hafa 100%
vægi í hönnunarútboðunum.
Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvali þessu.
Öll gögn í forvali þessu, útboði og í verkinu í heild, skulu vera á
íslensku að undanskildum tæknilegum forskriftum og samskiptum
við nauðsynlega birgja, vottunaraðila o.. sem mega vera á ensku.
Þó er heimilt að senda inn fyrirspurnir á ensku.
Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í uppha að útboð á hönnun muni
þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð ármögnun á
árlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í 9 mánuði eftir að
þær liggja fyrir. Þátttaka í forvali gefur umsækjendum kost á því
að taka þátt í útboði á öðru verkefninu eða báðum, en
skuldbindur þá ekki til þess. Forval þetta er án
skuldbindingar fyrir verkkaupa, hvort og hvenær verkefnið
verður boðið út og þá í hvaða áföngum.
Forvalsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Umsóknum í forvalið skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík, eigi síðar en mmtudaginn 18. júlí fyrir kl: 10:00 þar sem
þær verða opnaðar.
Nýr Landspítali við Hringbraut,
meðferðarkjarni og rannsóknarhús
Forval nr. 15453 fyrir hönnunarútboð
Undirbúningur 1. áfanga uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut
hefur nú staðið um þó nokkurt skeið. Í nóvember 2012 lauk
hönnunarhópurinn SPITAL við forhönnun heildarverkefnisins. SPITAL
vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók
gildi 4. apríl 2013. Nú er komið að forvali fyrir fullnaðarhönnun
heildarverkefnisins, en því hefur verið skipt upp í 4 aðskilin
hönnunarútboð; um 58.500 m²meðferðarkjarna, um 14.000 m²
rannsóknarhús, um 21.300 m² bílastæðahús (með skrifstofuhluta og
tæknihluta) og um 4.000 m² sjúkrahótel.
Forval það er hér er auglýst snýr að tveimur óknari verkefnunum,
meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi.
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í
útboði á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna og/eða rannsóknarhúss
sem verða hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Hér er
um að ræða opið forval auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES),
en útboðin verða lokuð öðrum en þeim bjóðendum sem tekið
hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess.
Engin takmörkun er á ölda bjóðenda. Þannig verður öllum
umsækjendum sem uppfyllt hafa kröfur forvalsgagna og þannig
staðist forval boðið að taka þátt í lokuðum aðskildum
hönnunarútboðum fyrir meðferðarkjarna og/eða rannsóknarhús eftir
því sem við á. Ekki er gen einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun
tilboðsárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðunum.
Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvali þessu.
Öll gögn í forvali þessu, útboði og í verkinu í heild, skulu vera á íslensku
að undanskildum tæknilegum forskriftum og samskiptum við
nauðsynlega birgja, vottunaraðila o.. sem mega vera á ensku.
Þó er heimilt að senda inn fyrirspurnir á ensku og starfsferilslýsingar
erlendra ráðgjafa mega einnig vera á ensku.
Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í uppha að útboð á hönnun muni
þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð ármögnun á
árlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í 9 mánuði eftir að
þær liggja fyrir. Þátttaka í forvali gefur umsækjendum kost á því
að taka þátt í útboði á öðru verkefninu eða báðum, en
skuldbindur þá ekki til þess. Forval þetta er án skuldbindingar
fyrir verkkaupa, hvort og hvenær verkefnið verður boðið út
og þá í hvaða áföngum.
Forvalsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Umsóknum í forvalið skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík, eigi síðar en mmtudaginn 18. júlí fyrir kl: 11:00 þar sem
þær verða opnaðar.
Skuldir heimilanna hafa lækkað á kjör- tímabilinu og kaupmáttur er á uppleið
Höfum við það betra?
Ragnar Halldórsson
ráðgjafi
F réttatíminn heldur því fram í síðasta tölublaði sínu að meðal fullyrðinga stjórnmálaflokka
sem ekki standist skoðun sé sú
stefna Dögunar að unnt sé að leggja
hvalrekaskatt á hagnað bankanna.
Í efnahagsstefnunni segir: „að
lögð verði upp samsett aðgerð til
að takast á við gjaldeyrishöft og
ósjálfbæra skulda- og eignastöðu í
efnahagskerfinu; með myntskiptum
á mismunargengi (mismunandi
skiptigengi), eða annars konar
leiðréttingum eigna/skulda, með
bröttum og tímabundnum skatti á
útstreymi gjaldeyris – og með því að
leggja á „uppgripaskatt“ (e. wind-
fall-tax)“ (http://xdogun.is/stefnan/
efnahagsstefna-dogunar/).
Dögun er fullkunnugt um að
afturvirkir skattar verða ekki lagðir
á – heldur aðeins „framvirkir“ sam-
kvæmt ákvæði í stjórnarskrá:
„Enginn skattur verður lagður á
nema heimild hafi verið fyrir honum
í lögum þegar þau atvik urðu sem
ráða skattskyldu.“
Hvalrekaskatt – eða „uppgripa-
skatt“ má leggja hvort sem er á
ófyrirséðar hvalrekatekjur kröfu-
hafa, ef lagaheimild var fyrir honum
þegar tekjur mynduðust, eða á
óvæntan hvalrekahagnað banka ef
lagaheimild var fyrir hendi „þegar
Um hvalrekaskatt Dögunar
Athugasemd frá Dögun
Siðferðisleg endurreisn þjóðar
Þverpólitísk sátt allra þingmanna
S á merkilegi atburður gerðist á Íslandi að það rann upp ljós fyrir öllum þingmönnum á
Alþingi – þverpólitískt ljós. Þeir
komu saman í þingsal og ákváðu
allir sem einn að láta flokkslín-
ur niður falla – en létu í staðinn
vilja þjóðarinnar ráða í nokkrum
stærstu hagsmunamálum hennar í
þeim tilgangi að endurreisa traust
á þinginu.
Fullir yfirvegunar tóku þeir
ábyrgð á sögulegu lágmarkstrausti
þjóðar til þingsins. Þeir sömdu
þverpólitíska viljayfirlýsingu um að hér eftir
myndu þingmenn starfa sem þjónar lýðræðis-
ins, sem verkfæri þjóðarviljans.
Þingmennirnir þurftu virkilega að taka sig
á til að kasta grímum flokkanna. Þeir náðu þó
að taka höndum saman, allir sem einn, lok-
uðu sig inni í Höfða – svona til að
breyta um umhverfi – og ákváðu
að láta hendur standa fram úr erm-
um. Þeir ákváðu að koma ekki út
úr Höfða fyrr en þeir væru búnir að
leysa nokkur risastór mál. Og viti
menn ... út komu þeir þrem dögum
síðar með snilldarplan um almenn-
ar leiðréttingar lána og afnám verð-
tryggingar í þeim tilgangi að gera
kerfislæga tiltekt á ósjálfbærri pen-
ingaútþenslu bankanna og ná fram
bæði efnahagslegri og siðferðilegri
endurreisn þjóðar eftir heilmikla
áfallaröskun áranna eftir hrun.
Jafnframt kom út úr vinnunni nýtt heilbrigt
húsnæðislánakerfi með vaxtaþaki til öryggis
fyrir heimilin og sem hvati fyrir fjármálakerf-
ið til að halda verðbólgu undir vaxtaþakinu.
Ákvörðun var tekin um að krefja Seðlabank-
ann um stífa og ábyrga hagstjórn með því að
setja skatt á gjaldeyrisbrask í þeim tilgangi að
hlífa krónunni við stöðutökum og stýra pen-
ingamagni í umferð með því að hemja útlána-
þenslu einkabanka.
Planið fól í sér endurreisn heimilanna og fyr-
irtækja og kom hagkerfinu og atvinnulífinu af
stað með auknum ráðstöfunartekjum fólksins.
Bankarnir fengu skýr fyrirmæli um hvernig
þeim bæri að leiðrétta höfuðstól lána og jafn-
framt var tekinn af hagnaði þeirra samtals 200
milljarða króna skattur til að fjármagna leið-
réttingar ÍLS og greiða fjölskyldum skaðabæt-
ur fyrir aðför að heimilum þeirra. Snjóhengjan
var leyst með háum útgönguskatti og ríkis-
stjórnin fékk það verkefni að endursemja um
gríðarlegar ósjálfbærar opinberar skuldir. Líf-
eyrissjóðskerfið var auk þess tekið til heildar-
endurskoðunar og endurskipulagningar.
Tekin var upp ný stjórnarskrá ásamt breytt-
um stjórnarháttum – þannig að fólkið var eft-
ir þetta haft með í ráðum varðandi stærstu
ákvarðanir samfélagsins. Auðlindirnar voru
tryggðar í þjóðareigu, án nokkurs þras um
hvað það þýddi – og þjóðin fékk að sjá frum-
varp sem tryggði arð af sjálfbærri nýtingu auð-
lindanna til þjóðarinnar.
Í kjölfar aðgerðanna talaði fólk almennt um
gífurlegan létti og traust á þinginu fór í sögu-
legar hæðir.
Tíu árum síðar var talað um aðgerðirnar sem
„hið íslenska efnahagsundur“ og siðferðilega
endurreisn þjóðar.
Úr hugarheimi Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur,
oddvita Dögunar í Suðurkjördæmi
Andrea J Ólafsdóttir
28 viðhorf Helgin 26.-28. apríl 2013