Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 55
heimili 55Helgin 26.-28. apríl 2013
Hulda Rós Hákonardóttir, einn
eigenda Húsgagnahallarinnar, og
Kristjana Jenný Ingvarsdóttir útstill-
ingarhönnuður.
HREINT OG KLÁRT
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15
Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði
Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur
friform.is
INNRéTTINGaR
GLÆSILEGaR DaNSKaR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
VIð HÖNNuM OG TEIKNuM fyRIR þIG
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
þITT ER VaLIð
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
fjÖLBREyTT úRVaL af HuRðuM, fRaMHLIðuM, KLÆðNINGuM OG EININGuM,
GEfa þéR ENDaLauSa MÖGuLEIKa Á að SETja SaMaN þITT EIGIð RýMI.
vera með eitt mesta úrval landsins
af púðum.“
Hulda segir stefnuna setta á
meira úrval af gjafavöru. „Við erum
þegar byrjuð að taka inn töluvert af
gjafavöru og stefnum á að vera með
mikið úrval af fallegum matarstell-
um, glösum og fleira í þeim dúr.
Hér ættu verðandi brúðhjón að geta
fundið sér fallega hluti og gjafir og
bjóðum við upp á brúðargjafalista
þar sem fólk getur skráð sig.“
Útstillingarhönnuður á
staðnum
Hulda segir Húsgagnahöllina ávallt
hafa verið með þekkta gæðahönn-
un í sölu og vörumerki á heims-
mælikvarða beggja vegna Atlants-
hafsins. Það hefur ekki breyst. „Við
seljum fallegar og vandaðar vörur
sem henta öllum. Hér er hægt að
finna allt sem þarf fyrir heimilið,
frá húsgögnum til smávöru.“
Mikilvægt sé að viðskiptavin-
inum líði vel í versluninni, fái góða
þjónustu og hann fari glaður út.
„Við erum með frábært starfsfólk
og einnig með útstillingarhönnuð á
staðnum. Kristjana Jenný Ingvars-
dóttir er frábær útstillingarhönn-
uður sem sér um uppstillingu og
framsetningu á vörunum. Þá gefur
hún viðskiptavinum einnig góð ráð
um það hvernig fegra má heimilið.“
Þá er einnig hægt að fylgjast með
versluninni á netinu. „Við erum
með Facebooksíðu og heimasíðu
þar sem hægt er að fylgjast með
öllu því sem er að gerast og erum
dugleg að setja inn nýjar vörur og
skemmtileg tilboð sem eru í gangi
hjá okkur.“
Húsgagnahöllin er staðsett á
Bíldshöfða 20 í Reykjavík og er opin
alla daga vikunnar. Verslunin mun
opna á Akureyri í júní þar sem Hús-
gagnahöllin, Betra bak og Dorma
verða undir sama þaki.
Sunna Stefánsdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Best er að sem stystur
tími líði frá því að blóm
eru keypt í verslun þar til
þau komast í vatn. Ef um
langan tíma er að ræða
skal biðja söluaðila að
setja blautt við stilkana.
Þegar heim er komið er
nauðsynlegt að skáskera
stilkana með beittum
hnífi og setja blómin í
ylvolgt vatn með blóma-
næringu. Blómanæringin
inniheldur sótthreinsandi
efni auk næringar og
er forsenda fyrir góðri
endingu.
Áríðandi er að ílát sem
notuð eru undir blóm
séu hrein, best er að þvo
blómavasa að innan með
heitu sápuvatni, en einnig
getur verið gott að láta
klórvatn standa í þeim
annað slagið.
Afskorin blóm endast best
við lágt hitastig, því skal
forðast að hafa þau nálægt
hitagjöfum svo sem mið-
stöðvarofnum og beinu
sólarljósi.
heimilisprýði afskorin blóm
Lengið líftíma blómanna
Þegar heim er komið skal skáskera stilkana með beittum hnífi eða skærum.
Afskorin blóm eru alltaf heimilisprýði. Hér eru góð ráð svo blómin haldist
fersk sem lengst.