Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 76
 Í takt við tÍmann SigrÍður marÍa EgilSdóttir Langar að kíkja til Ísrael Sigríður María Egilsdóttir er nítján ára Kópavogsmær sem útskrifast úr Versló nú í vor. Hún var kjörin Ræðumaður Íslands á úrslitakvöldi Morfís á dögunum. Sigríður spilar tölvuleiki og nýtur þess að hlaupa úti. Staðalbúnaður Það er erfitt að lýsa fatastíl mínum því ég hugsa svo lítið út í hann. Ég er með blæti fyrir svörtum sokkabuxum og geng því oft í kjólum og stutt- buxum svo ég geti klæðst þeim. Annars er ég bara í dökkum gallabux- um. Ég reyni að hafa þægindin í fyrirrúmi og er oft í kósí prjónuðum gollum. Svo er ég mikið fyrir útivist þannig að ég klæðist útivistarföt- um sem mér finnst töff og þægileg. Á Íslandi versla ég í Topshop, Zöru og bara úti um allt. Í útlöndum elska ég River Island og ég fer líka í Topshop og H&M þegar ég kemst í þær. Ég elska líka að fara í stóru Nike-búðina í London, ég get eytt heilum degi þar. Hugbúnaður Ég er frekar lítið djammdýr en þegar ég fer að skemmta mér þá er geðveikt gaman. Annars er ég meira fyrir að kíkja bara á kaffihús og fá mér einn bjór eða kaffibolla. Ég fer yfirleitt á Fjalaköttinn, eða bara Katze eins og við vinirnir köllum hann. Það er yfirleitt frekar fámennt þar og alltaf hægt að fá góða þjónustu. Ég hef verið í hestamennsku síðan ég var pínulítil. Um leið og pabbi kemur heim fæ ég bílinn og skýst í hest- húsið. Svo fer ég í ræktina eða út að hlaupa. Það er best að fara út að hlaupa því þá getur maður átt í mjög heimspeki- legum samræðum við sjálfa sig á meðan. Ég fer ekki oft í bíó, ég og kærastinn minn erum meira fyrir að hala niður myndum. Uppáhaldsmyndirnar mínar eru Downfall, Love Actually og Silence of the Lambs. Ég horfi líka á helling af þáttum, helst Game of Thrones. Það er samt svo leiðinlegt að bíða í viku eftir næsta þætti þannig að ég horfi á Parks and Recreation á milli. Vélbúnaður Ég á iPhone 4s og nota Facebook-appið eins og allir, Instagram til að skoða myndir af matnum hjá öðru fólk og svo er ég með Twitter en ég hef reyndar aldrei neitt merkilegt að segja þar. Undanfarið hef ég verið „húkkt“ á Candy Crush en ég er meira fyrir alvöru tölvuleiki. Ég á þrjá uppáhaldsleiki; Call of Duty, Assassin’s Creed og Fifa. Ég er dálítið mikið fyrir tölvuleiki, ég get ekki neitað því. Aukabúnaður Við kærastinn kaupum oft mat fyrir okkur tvö til að elda. Við erum búin að fullkomna einn rétt, lambafillet marinerað upp úr olíu, hvítlauk og timjan. Og rósmarínkryddað rótar- grænmeti með. Okkur finnst líka gaman að fara stundum fínt út að borða. Það er alger sturlun hvað það er gott að borða á Sushisamba og Chili Mojito-inn þar er klikkaður. Grillmarkaðurinn er æðislegur líka. Ég er ekki komin með vinnu í sumar en ég skal fá hana og ég ætla að vinna rosalega mikið. Ef ég kemst í ævintýraferð í sumar ætla ég að byrja í lögfræði í haust en ef það tekst ekki þá tek ég mér ársfrí. Mig langar í ævintýraferð um Afríku endilanga eða að fara til Asíu í svona mánuð. Svo langar mig rosalega að kíkja til Ísrael. Það er voða erfitt að stoppa mig þegar mér dettur eitthvað svona í hug. Sigríður María spilar Candy Crush og Call of Duty. Ljósmynd/Hari  appafEngur Zombies, run! 5K Þeir eru ófáir sem hafa nýtt sér skipulegar leið - beiningar íþrótta- þjá l fara t i l að komast upp úr sóf- anum og hlaupa 5 kílómetrana. Því blasti við að gerð væru öpp þar sem fólk fær leiðsögnina beint í æð með því að setja heyrnartól í símann og fer út að skokka. Það blasti kannski ekki jafn mikið við en líka er búið að gera app þar sem leiðsögnin kemur eins og úr öðrum heimi og skipar þér að hlaupa því uppvakn- ingar séu á hælunum á þér. Nokkuð er síðan fyrsta Zombies, run! appið var gert þar sem fólk var tekið inn í baráttusveit gegn upp- vakningum og liðs- stjórar gáfu skipanir. Þetta app naut svo fádæma vinsælda að ekki er aðeins kom- in framhaldsútgáfa heldur er líka búið að gera þetta fína app fyrir byrjendur á hlaupabrautinni þar sem þeir eru skipu- lega þjálfaðir til að ná fimm kílómetrunum á átta vik- um. Nú er því engin afsökun fyrir að liggja áfram í sófanum og horfa á sjónvarpið. Þú þarft að flýja nokkra uppvakninga! Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.isRúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is Löggiltir dýnuframleiðendur, starfandi í 60 ár fagleg ráðgjöf og frí Legugreining Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! rúmgott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingarkennda Xsensor Medical Pro búnaði. Hvenær er þörf á Legugreiningu? finnurðu fyrir eymslum í mjóbaki? Vaknarðu oft með verki í mjöðm? finnurðu fyrir eymslum eða dofa í öxlunum? Sefurðu illa vegna annara óþæginda? · hryggskekkju · brjósklos · samföllnum hryggjaliðum · spengdum hryggjaliðum · gigt, til dæmis: · slitgigt, vefjagigt eða liðagigt. fremstir í framLeiðsLu á HeiLsudýnum Vertu öru gg/ur. Komdu í greining u 20- 50% afs lát tu r af öll um he ils ur úm um Royal og classic Hágæða fjölstillanleg rafmagnsrúm á 20% afslætti. 12 mánaða vaxtalaus Visa / EURo greiðsludreifingu* Smíðum raf- magnsrú m í öllum stærðum ! V o R T i l B o Ð við framLeiðum þitt rúm eftir þínum þörfum sérsmíðum rúm og dýnur í sumarHús feLLiHýsi og tjaLdvagna * Ei nu ng is er g re itt 3 ,5 % lá nt ök ug ja ld . rafmagnsrúm á verði frá 190.049,- 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 16.732,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 11.497,- frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt! 76 dægurmál Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.