Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 6
Andrea Ólafsdóttir Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu Hvorki er að finna gangstéttir né gangbrautir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við götuna Bæjarhraun í Hafnarfirði. Skrifstofa sýslumannsins í Hafnarfirði og ýmis fyrirtæki eru við Bæjarhraun og þangað sækir fólk marg- víslega þjónustu. Bæjarhraun er tvístefnugata og er hámarkshraði þar fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefur skipulags- og byggingasvið unnið tillögu að deiliskipulagi sem bæta myndi öryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda til muna. Tillagan felur í sér að gerður verði 3.5 metra breiður stígur meðfram götunni sem tengist hjólastíg til Garðabæjar til norðurs en íþróttasvæði FH í Kaplakrika til suðurs. Í tillögunni kemur fram að samkvæmt aðalskipulagi sé gatan Bæjarhraun á óbyggðu svæði og liggi meðfram iðnaðar- og athafnasvæði. Þar sé mikil bílaumferð en fáar gönguleiðir. Hljóti tillagan hljómgrunn er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta sumar. Að sögn Magnúsar Jenssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, er það hugar- far ríkjandi á Íslandi að eðlilegt sé að fara allra sinna ferða á bíl. Að mati Magnúsar vantar víða gangbrautir og stíga svo gangandi og hjólandi vegfarendur séu öruggir. „Það er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir því að fólk fari allra sinna ferða á bíl og að gangandi og hjólandi þurfi sífellt að víkja fyrir akandi umferð,“ segir Magnús.  Umferðaröryggi ekki gert ráð fyrir gangandi vegfarendUm við BæjarhraUn Erfitt aðgengi að skrifstofu sýslumannsins í Hafnarfirði Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is Hættulegt getur verið að ganga til sýslumannsins í Hafnarfirði.  Skólamál aðferðir hjallaStefnUnnar gegn einelti Einelti er vöntun á góðum aðstæðum Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segir að einelti sé ekki sjálfstætt vandamál heldur vöntun á að fullorðnir taki sína ábyrgð því einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema full- orðnir samþykki það á einhvern hátt. Örfá dæmi eru um einelti í 20 ára sögu Hjallastefnunnar því lögð er áhersla á að aðstæður sem fyrirbyggja einelti. e ngar frímínútur eru í skólum sem reknir eru undir merkjum Hjallastefnunnar því vitað er að mikið ofbeldi fer fram í frímínútum og þær gróðrastía fyrir einelti, að sögn Mar- grétar Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjalla- stefnunnar. Þess í stað skreppa kennarar út með nemendum sínum. Matmálstímar geta einnig verið viðkvæmur tími og því borða kennarar með nemendum inni í sinni stofu. Innan skóla Hjallastefnunnar eru þannig allar aðstæður skapaðar til að koma í veg fyrir að einelti geti átt sér stað, að sögn Margrétar Pálu. Aðferðir hennar virðast virka því aðeins örfá dæmi eru þar sem upp hefur komið einelti í 20 ára sögu Hjallastefnunnar, segir hún. Þegar nemendur fara í sund og íþróttir fylgja kennarar þangað. Daglega fá nemendur að velja sér viðfangsefni úti eða inni eftir sínu áhugasviði og er þá tryggt að aldrei sé meira en þriðjungur barnanna úti í frjálsu vali og alltaf undir eftirliti kennara. „Með þessu móti eru börnin undir mjög skýru eftirliti og aðstæðurnar gerð- ar þannig að þær hámarki líkur á góðum samskiptum,“ segir Magga Pála. Innan Hjallastefnunnar hefur hver kennari um- sjón með tólf til átján börnum og ekkert kennaraborð er til staðar heldur er kenn- arinn staðsettur á meðal barnanna. Þessi nálægð kennarans við börnin minnkar líkurnar á að kennari taki ekki eftir nei- kvæðum samkiptum. Vináttuþjálfun og kennslu í umburðarlyndi og aga er fléttað saman við aðra kennslu og skilar það sér í betri samskiptum nemenda á milli. Það er skoðun Möggu Pálu að eng- inn ætli sér illt, heldur séu það rangar aðstæður sem bjóði upp á einelti. Hug- tökin gerendur og þolendur eru ekki notuð innan Hjallastefnunnar, heldur er alltaf talað um hlutaðeigandi. „Ég nota ekki hugtökin gerendur og þolendur því einelti er slys vegna slæmra aðstæðna, eftirlitsleysis og vöntunar á nógu mikilli kennslu og hjálp í samskiptum. Allir sem eru á staðnum þar sem einelti fer fram eru staddir í slysinu og sitja í súpunni. Ég neita að kalla barn geranda í slíku máli. Þess vegna nota ég orðið hlutaðeigandi. Rétt eins og þegar skriðufall verður úr fjallshlíð. Það er engum að kenna en mjög óheppilegt að vera staddur þar,“ segir Magga Pála af miklum sannfær- ingarkrafti. „Við Hjallastefnufólk rýnum í allar aðstæður og skoðum hvort þær virki. Ef svarið er nei þá verðum við að breyta og þá breytum við þangað til við náum árangri. Þar kemur líka sú hugmynd Hjallastefnunnar að einelti sé ekki sjálf- stætt vandamál heldur vöntun á að full- orðnir taki sína ábyrgð því einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema fullorðnir samþykki það á einhvern hátt,“ segir Magga Pála sem leggur mikla áherslu á að fólk gefist aldrei upp gagnvart því að öll börn njóti sín í því umhverfi sem þeim er boðið upp á. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Ég nota ekki hugtökin gerendur og þolendur því einelti er slys vegna slæmra aðstæðna, eftirlitsleysis og vöntunar á kennslu og hjálp í samskiptum. Allir sem eru á staðnum þar sem einelti fer fram eru staddir í slysinu og sitja í súpunni. Ég neita að kalla barn geranda í slíku máli. Margrét Pála Ólafsdóttir, Magga Pála, leggur áherslu á að fólk gefist aldrei upp gagnvart því að öll börn njóti sín í því umhverfi sem þeim er boðið upp á. Einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema full- orðnir sam- þykki það á einhvern hátt. Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugum Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • M rgar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugumLíttu við á heima íðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti setla gum Fylgstu með - láttu sjá þig! Sérblöð Fréttatímans Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin af um 109.000 manns um hverja helgi, en ekki bara flett við morgunverðarborðið. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í sérblöðin þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is 6 fréttir Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.