Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 45
Við sjáum að fíknin liggur í fjöl- skyldum. hafa sinn tilgang. Alkó- hólisti fær ekki stuðning vegna áfengisfíknar á fundum fyrir matarfíkla. Þannig fara margir á tólf spora fundi hjá fleiri en einum samtökum til að viðhalda bata,“ segir hún. Esther hafði lengi átt þann draum að stofna regnhlífarsamtök áhuga- fólks um matarfíkn og sá draumur varð að veruleika fyrr í þessum mánuði þegar samtökin Matar- heill voru stofnuð. Þar komu fram 28 matarfíklar sem samtals hafa misst 1,1 tonn frá því þeir tókust á við fíknina og hafa bók- staflega öðlast nýtt líf. Gagnrýnir heilbrigðis- kerfið MFM nýtur engra opinberra styrkja, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Estherar til þess. Ýmis stéttarfélög niðurgreiða þó námskeiðisgjöld fyrir sína félagsmenn. Esther gagnrýnir að heilbrigðis- yfirvöld viðurkenni ekki matarfíkn sem sjúkdóm. „Alkóhólistum er ráðlagt að hætta að drekka og þegar þeir geta það ekki eru þeir settir í meðferð við fíkn. Einstaklingi sem ekki ræður við mataræði sitt og þyngist stöðugt og leitar sér aðstoðar í heil- brigðiskerfinu er ráðlagt að borða minna og hreyfa sig meira. Þegar það tekst ekki og viðkomandi leitar aftur aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins er honum áfram sagt að borða minna og hreyfa sig meira. En það er stór hópur sem ekki getur það án hjálpar,“ segir Esther. Enn eitt vandamálið þegar kemur að matar- fíkn er að þeir sem þjást af offitu skammast sín oft of mikið til að leita sér aðstoðar. „Fordómar gagnvart feitu fólki er staðreynd. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því að fagfólk í heilbrigðis- stéttum hefur fordóma og feitt fólk er síður ráðið í vinnu. Of feitir bera það utan á sér að það er eitt- hvað í þeirra lífi sem er ekki í jafnvægi. Það eru samt alls ekki allir sem eru of þungir matarfíklar og margir sem geta með leiðsögn komist út úr víta- hringnum. En allavega helmingur þeirra sem eru í vanda með át og þyngd þurfa aðstoð og með- ferð sambærilega við þá sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Esther Helga: „Ég hef heyrt það frá fólki sem vinnur með áfengis- og fíkniefnasjúklingum að þetta er töluvert vandamál. Þeir fara jafnvel að sturta í sig sykri, sem hækju,“ segir hún, og bætir við að það sé vissulega skárra en að neyta harðra fíkniefna en sé engu að síður bara önnur birtingarmynd fíknar. viðtal 45 Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.