Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Page 45

Fréttatíminn - 26.04.2013, Page 45
Við sjáum að fíknin liggur í fjöl- skyldum. hafa sinn tilgang. Alkó- hólisti fær ekki stuðning vegna áfengisfíknar á fundum fyrir matarfíkla. Þannig fara margir á tólf spora fundi hjá fleiri en einum samtökum til að viðhalda bata,“ segir hún. Esther hafði lengi átt þann draum að stofna regnhlífarsamtök áhuga- fólks um matarfíkn og sá draumur varð að veruleika fyrr í þessum mánuði þegar samtökin Matar- heill voru stofnuð. Þar komu fram 28 matarfíklar sem samtals hafa misst 1,1 tonn frá því þeir tókust á við fíknina og hafa bók- staflega öðlast nýtt líf. Gagnrýnir heilbrigðis- kerfið MFM nýtur engra opinberra styrkja, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Estherar til þess. Ýmis stéttarfélög niðurgreiða þó námskeiðisgjöld fyrir sína félagsmenn. Esther gagnrýnir að heilbrigðis- yfirvöld viðurkenni ekki matarfíkn sem sjúkdóm. „Alkóhólistum er ráðlagt að hætta að drekka og þegar þeir geta það ekki eru þeir settir í meðferð við fíkn. Einstaklingi sem ekki ræður við mataræði sitt og þyngist stöðugt og leitar sér aðstoðar í heil- brigðiskerfinu er ráðlagt að borða minna og hreyfa sig meira. Þegar það tekst ekki og viðkomandi leitar aftur aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins er honum áfram sagt að borða minna og hreyfa sig meira. En það er stór hópur sem ekki getur það án hjálpar,“ segir Esther. Enn eitt vandamálið þegar kemur að matar- fíkn er að þeir sem þjást af offitu skammast sín oft of mikið til að leita sér aðstoðar. „Fordómar gagnvart feitu fólki er staðreynd. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því að fagfólk í heilbrigðis- stéttum hefur fordóma og feitt fólk er síður ráðið í vinnu. Of feitir bera það utan á sér að það er eitt- hvað í þeirra lífi sem er ekki í jafnvægi. Það eru samt alls ekki allir sem eru of þungir matarfíklar og margir sem geta með leiðsögn komist út úr víta- hringnum. En allavega helmingur þeirra sem eru í vanda með át og þyngd þurfa aðstoð og með- ferð sambærilega við þá sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Esther Helga: „Ég hef heyrt það frá fólki sem vinnur með áfengis- og fíkniefnasjúklingum að þetta er töluvert vandamál. Þeir fara jafnvel að sturta í sig sykri, sem hækju,“ segir hún, og bætir við að það sé vissulega skárra en að neyta harðra fíkniefna en sé engu að síður bara önnur birtingarmynd fíknar. viðtal 45 Helgin 26.-28. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.