Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 30
Kjósendur ganga að kjör-
borðinu á laugardaginn.
Samfylkingin hefur stýrt
ríkisstjórn frá 2009 og
leitt það vandasama verk-
efni að koma þjóðarbúinu
á réttan kjöl eftir banka-
hrunið sem var afleiðing
af stjórnarstefnu Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Þeir einka-
væddu bankana í hendur
flokksgæðinga án þess
að byggja upp nægilegar
almannavarnir gagnvart
þeirri óhugnanlegu svika-
myllu krosseignatengsla,
innherjasvika og blekk-
inga með hlutabréfaverð
sem leiddi efnahagslegar
hörmungar yfir þjóðina.
Hér eru nokkrar góðar ástæður til að
kjósa Samfylkinguna:
Þjóðargjaldþroti afstýrt
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
tók við þjóðarbúinu þegar fjárlagahall-
inn var 216 milljarðar, verðbólga og
stýrivextir voru 18%, atvinnuleysi 9%,
skuldatryggingarálag 1500 stig, sam-
dráttur landsframleiðslu var 6,5% – sá
mesti í 64 ár – og orðspor þjóðarinnar og
lánstraust á alþjóðavettvangi var í rúst.
Ríkisstjórnin skilar allt öðru og betra
búi fjórum árum síðar: verðbólga er
innan við 4%, stýrivextir 6%, atvinnuleysi
5%, skuldatryggingaálag 130 stig, hag-
vöxtur 1,6% og lánstraust
og orðspor endurreist.
Fjárlagahallinn stefnir í
að verða innan við 4 millj-
arðar á þessu ári. Kaup-
máttur launa hefur aukist
að undanförnu og mælist
nú svipaður og fyrri hluta
árs 2006.
Velferð og menntun
í forgangi
Samfylkingin er velferð-
arflokkur og við munum
forgangsraða fjár-
veitingum til að byggja
upp á ný í heilbrigðis-
málum, menntamálum
og velferðaþjónustu, með
áherslu á umbætur í al-
mannatryggingakerfinu,
sem munu skila bættum kjörum eldri
borgara og öryrkja á nýju kjörtímabili.
Samfylkingin er í forystu fyrir bygg-
ingu nýs Landspítala til að bæta þjón-
ustu við sjúklinga, bæta starfsaðstöðu
og sameina á einum stað starfsemi sem
nú fer fram í 17 byggingum í borgarland-
inu. Það eitt mun spara tæpa 3 milljarða
í rekstrarkostnað á einu ári.
Við munum auka framlög til háskóla
og framhaldsskóla og forgangsraða
sérstaklega í þágu verk-, tækni- og list-
náms; takast á við brotthvarf strax í
grunnskóla með markvissum aðgerð-
um og auka áherslu á nemendamiðað
menntakerfi sem hefur það höfuðmark-
mið að virkja það besta í hverjum nem-
anda. Allir geta lært ef þeir fá til þess
viðeigandi stuðning.
Evrópusamvinna í þágu heimila
og fyrirtækja
Samfylkingin er Evrópuflokkurinn.
Við viljum klára aðildarviðræður við
ESB og styðjum aðild með fyrirvara
um samþykkt þjóðarinnar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Aðild skapar tækifæri
til að taka upp nýjan gjaldmiðil sem
myndi bæta til frambúðar kjör íslenskra
heimila og fyrirtækja í krafti verulegrar
lækkunar vaxtakostnaðar, afnáms verð-
tryggingar og lægri verðbólgu.
Græn atvinnustefna
Samfylkingin er grænn flokkur sem
kemur hlutum í verk. Við höfum á kjör-
tímabilinu haft forystu um að samþykkja
Rammaáætlun, sem er ein stærsta
verndaráætlun sögunnar, við stýrðum
stefnumótun um eflingu græna hag-
kerfisins og höfum tryggt fjármagn til
að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd
með 1 milljarðs króna fjárveitingu strax
á þessu ári.
Samfylkingin leggur áherslu á þjóðar-
eign auðlinda og heildstæða auðlinda-
stefnu, þar sem þjóðin fái sanngjarna
hlutdeild í arði af nýtingu auðlindanna.
Þess vegna höfum við haft forgöngu um
að útgerðin greiðir nú í fyrsta sinn eðli-
legt veiðigjald af fiskveiðiauðlindinni.
Á þessu ári renna allt að 13 milljarða
tekjur af veiðigjöldum í ríkissjóð, sem
varið er til fjölbreyttrar atvinnuuppbygg-
ingar um land allt.
Við höfum tryggt ríflega 60% hærri
fjárveitingar í samkeppnissjóðina: Rann-
sóknasjóð og Tækniþróunarsjóð sem
mun nýtast til nýsköpunar í öllum helstu
atvinnugreinum.
Jafnrétti í reynd
Samfylkingin er jafnréttisflokkur, fyrsti
flokkurinn sem valdi konu til að leiða
ríkisstjórn, fyrsti flokkurinn sem valdi
jafnmargar konur og karla í ráðherra-
embætti. Við höfum nú skorað launamun
kynjanna á hólm með jafnlaunaátaki
sem beinist að því að hækka laun stétta,
ekki síst í heilbrigðis- og menntageir-
anum.
Af þessum ástæðum og mörgum fleiri
er Samfylkingin skýrasti kosturinn
fyrir þá sem vilja ábyrga efnahagsstjórn,
aukið vægi heilbrigðis- og menntamála í
traustu velferðarkerfi, fjölbreytt atvinnu-
líf og stöðugan gjaldmiðil. Kjósum rétt-
látt og gott samfélag. X-S!
Fáðu góð ráð við oFnæmi
neutral.is
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum fráDönsku astma- og ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
27
19
0
1.
20
13
Velferð og menntun í forgang
Kjósum réttlátt samfélag
Skúli Helgason
Þingmaður og frambjóðandi
Samfylkingarinnar í 3. sæti
Reykjavíkurkjördæmis norður
Samfylkingin er Evrópuflokkurinn
30 viðhorf Helgin 26.-28. apríl 2013