Dagfari - 01.11.2006, Page 9

Dagfari - 01.11.2006, Page 9
mönnum. Hinn 24. maí voru gefin út bráðabirgðalög um lagagildi vamarsamningsins af handhöfum forsetavalds. í athugasemdum með þessum lögum stendur m.a.: „Ríkisstjómin hefur talið sjálfsagt að leita samþykkis þing manna lýðræðisflokkanna þriggja um samningsgerðina. Hins vegar hefur ríkisstjómin ekki talið rétt að hafa samráð við þingmenn Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistajlokksins um öryggismál Islands. “ Vamarsamningurinn var afgreiddur sem lög frá Alþingi sex mánuðum síðar, 11. desember. 1953, mars: Þjóðvamarflokkurinn stofnaður í Reykjavík. Hann tók þátt í næstu þingkosningum og hlaut 6% atkvæða og tvo menn kjöma. Andspymuhreyfing gegn her í landi stofnuð. í forsvari fyrir þau samtök var Gunnar M. Magnúss. 1954: Fyrirtækið íslenskir aðalverktakar fær einokun á framkvæmdum Jyrir herinn. Það fyrirtæki var að hálfu í eigu Sameinaðra verktaka, sem stjómað var af kunnum sjálfstæðismönnum, en Reginn, fyrirtæki í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga, átti 25% í aðalverktökum. Ríkið átti svo 25%. Var ætlunin meðal annars „að fyrirbyggja óeðlilega og hvimleiða innbyrðis keppni íslendinga um framkvæmdimar“. 1955: Upplýsingastojhun Bandaríkjanna gerir skoðanakönnun um viðhorf íslendinga til vamarsamningsins sumarið 1955 og voru þá 28% þjóðarinnar hlynnt honum en 48% andvíg. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu eða veittu ekki „skilyrt svar" eru 64% tslendinga andvíg vem hersins á íslands. Skoðanakönnun þessi birtist hvergi opinberlega fyrr en Valur Ingimundarson segirfrá henni í bók sem kom út árið 1996. 1956, mars: Þingsályktunartillaga um brottför samþykkt á Alþingi með 31 atkvæði gegn 18. júlí: Mynduð ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags þar sem upp sögn vamarsamnings er í stjómarsáttmála. Hún kom aldrei til framkvæmda. 1959: Fullyrt er í Þjóðviljanum, ejtir bandarískum dagblöðum, að ríkisstjóm íslands hafi beðið sérstaklega um að svartir hermenn yrðu ekki sendir til íslands. Þessu er neitað af sendirráðs- ritara íslands í Washington og borið til baka í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Síðar kemur í Ijós að Bjami Benediktsson hafði farið sérstak- lega fram á þetta árið 1951. 1960, júní: Fyrsta mótmælaganga herstöðvaandstæðinga frá Keflavík til Reykjavíkur. Fyrírmyndin er m.a. sótt til Bretlands þar sem haldnar höfðu veríð fjölmennar göngur frá Aldermaston til Lundúna til að mótmæla kjamorkuvopnum. september: Samtök hernámsandstæðinga stofnuð á fundi á Þingvöllum. 1961, mars: Ríkisstjóm Sjálfstæðisjlokks og Alþýðujlokks skrifar undir samkomulag við Bretland þar sem viðurkenning Bretlands á 12 mílna landhelgi fæst gegn því að bresk skip fái að veiða innan landhelginnar í þrjú ár og íslendingar skuldbindi sig til að færa ekki frekar út landhelgina einhliða. í kjölfarið fer dómsmálaráðherra fram á að sími Samtaka hemámsandstæðinga verði hleraður. 1962: Bandarísk leyniskjöl, sem síðar verða opinber, segja frá því að stofnuð hafi á íslandi verið vopnuð sveit ungra manna sem hafi það hlutverk að „berjast gegn kommúnistum“. júní: Samtök hemámsandstæðinga standa fyrír göngu úr Hvalfirði í Reykjavík þar sem talið var að Bandaríkjaher hefði í hyggju að reisa þar flotastöð fyrir kjamorkukajbáta sína. 1964: Bandaríkin hefja bein afskipti af borgarastyrjöld í Víetnam í kjölfar „árása“ á herskip þeirra í Tonkinflóa, sem reynist síðar vera sviðsetning. Á ámm Víetnamstríðsins fer andstaða við bandarískar herstöðvar vaxandi víða um lönd. 1968, júní: Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins haldinn í Reykjavík. Meðal þátttakenda er utanríkisráðherra Grikklands en þar var nýkomin til valda herforingjastjóm sem stóð fyrir morðum og pyntingum á stjómarandstæðingum. Meðal mótmælenda gegn fundinum vom grískir andófsmenn sem nefndir em „erlendir óeirðarseggir“ í hlemnar- beiðni dómsmálaráðherra. 1971, júlí: Mynduð ríkisstjóm Framsóknarjlokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna þar sem uppsögn varnarsamnings er í stjómarsáttmála. Hún kom aldrei til framkvæmda. 1972, maí: Samtök herstöðvaandstæðinga stojhuð, en starfsemi Samtaka hemámsandstæðinga hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Dagfari • nóvember 2006 9

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.