Dagfari - 01.11.2006, Page 13
Blómin ■ ánifti
- ritfregn
Sænsk/bandaríska skáldkonan Edita Morris sendi árið 1959 frá sér bókina
The Flowers of Hiroshima, sem gefin var út af Máli og menningu fjórum
árum síðar í þýðingu Þórarins Guðnasonar undir heitinu Blómin í ánni.
Skáldsaga þessi fjallar að verulegu leyti um eftirköst kjarnorkuárásarinnar
á Hiroshima og varð til að opna augu margra fyrir hörmungum kjarnorkus-
tríðs.
Fregnir af sprengjunni og afleiðingum hennar höfðu verið ritskoðaðar á
Vesturlöndum, t.a.m. liðu margir áratugir áður en ljósmyndir sem banda-
ríski herinn lét taka í borgarrústunum komu fyrir almenningssjónir. Við
gerð bókarinnar hafði Edita Morris til hliðsjónar frásagnir sonar hennar
Ivans, sem starfaði á vegum leyniþjónustu flotans og heimsótti Hiroshima
skömmu eftir sprenginguna.
Halldór Laxness skrifaði formála að íslenskri þýðingu bókarinnar 1963 og
rifjaði meðal annars upp persónuleg kynni sín af Morris-hjónunum, sem
höfðu heimsótt hann að Gljúfrasteini. Blómin í ánni voru um árabil ófáan-
leg, en nýverið gaf norðlenska bókaútgáfan Tindur hana út á nýjan leik. Til
viðbótar við formála Halldórs Laxness er í þeirri útgáfu bætt við ávarpi því
sem Guðmundur Georgsson læknir flutti í Tjarnarsal Ráðhússins þann 9.
ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinganna.
Limrur
eftir Þorstein Valdimarsson
Samvizka
Hún Snotra er móðir að Snató,
Hvimleiði
Hann Ami er ófarinn heim.
En Snató er undan Plató.
Hann er skelfilegt svín,
En þó skammast hann sín
níð’r í skott, ef við köllum hann Nató.
Allir amast við gestinum þeim.
En það er metnaður Ama,
að engum sé sama
um Ama um gjörvallan heim.
Hreingerningarþanki
Það er svipað um hernámið hér
og horngiýtis rykið hjá mér:
Það seiglast að falla,
það svínar út alla —
og sést ekki fyrr en það fer.
Lögfræðiskrifstofa
Ingólfsstræti 5, 4. hæð, sími 562-2024
Dagfari • nóvember2006 13