Heimilisritið - 01.06.1945, Page 21

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 21
Glæsilegustu listaverk Forngrikkja ÞAÐ ER enginn vafi á því, að hinar stórfelldu byggingar Akr- opolis í Aþenu, voru Periklesi að þakka framar öllum öðrum. Hann var af góðum ættum. — Faðir hans hafði barist við Sala- mis. En að Perikles komst svo hátt sem stjórnmálamaður var vafalaust hans eigin hæfileikum að þakka. Perikles þekkti þýðingu þess að láta lýðnum í té nægar skemmtanir. Plutark sagði að það hefði verið ósk Periklesar og áform, að hinn menntunar- litli lýður slyppi ekki við að leggja sinn hluta fram til al- menningsþarfa. Og skemmtanir voru ekki veittar án þess að menn legðu fram krafta sína í J>águ ríkisins. Sjóðir voru myndaðir til þess að standa straum af hinum mikla kostnaði við byggingar hins opinbera. Parthenon (hið mikla must- «ri) var einkum reist yfir gull- og fílabeinslíkneskið af gyðj- unni Aþenu. Sagt er að 44 talent- ur gulls (1150 kg.) hafi farið í myndastyttu þessa. Erfitt er að gera samanburð á þessari fjár- hæð og núverandi gildi peninga. Þó er álitið að þessi upphæð muni nema um það bil sex millj- ónum dollara, með núverandi gildi í Bandaríkjunum. Þetta var mikil upphæð, mið- að við þá tíma, er Perikles var uppi. Phidas var yfirsmiður líkn- eskisins af Aþenu. Hann er álitinn mesti myndhöggvari, sem heimurinn hefur nokkurn tíma átt. Líkneskið var 45 f^ta hátt. Allir þeir hlutir þess, er vöðva og hold áttu að tákna, voru gerð- ir úr fílabeini. Hinir hlutar þess voru gerðir úr gulli. Perikles kvað ekki ólíklegt að það myndi tekið og notað í neyð. Og það varð löngu síðar. Pausanías hefur lýst líkneski þessu hinu mikla, og hefur lýs- ing hans geymst. Líkneskið stóð á fótstalli úr marmara. Á fót- stallinum voru lágmyndir úr sögu Grikkja, eða af frægum persónum. Og sagt er að þar hafi verið mynd af Phidasi. DO HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.