Heimilisritið - 01.06.1945, Page 49

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 49
landi 1 dag. Svo segir í andríkri tilkynningu frá utanríkisráðju- neytinu í dag: „Bandamenn vilja ekki vernda smáþjóðirnar frá því að dragast inn í ófriðinn, en Þjóðverjar sporna við því“. Berlín, 18. apríl 1940. Joe Harsch kominn aftur frá Kaupmannahöfn með þokkalega sögu. Hann segir, að um kvöldið 8. apríl hafi Danakonungur ver- ið eitthvað órólegur út af fregn- um, sem bárust þá um daginn, stefndi sendiherra Þjóðverja á fund sinn og bað hann um ör- yggisyfirlýsingu.. Sendiherrann sór konungi þess dýran eið, að Hitler hefði enga innrás í Dan- mörku í huga, og kviksögur þær, sem gengju milli manna, væru aðeins „Bretalýgi“. Sannleik- urinn var sá, að á sömu stundu lágu fyrir akkerum á höfninni nokkur þýzk kolaskip, sem kom- ið höfðu fyrir tveim dögum, og þetta var sendiherranum vel kunnugt. Eins yar hann sann- fróður um það, að þýzkir her- flokkar lágu þar í leyni undir þiljum. Næsta morgun í dögun var hlerum svipt af lestum skipanna og þýzku hermennirnir hlupu upp. — Konungshöllin stendur skammt frá höfninni. Fylking- ar nazista gengu upp götuna til hallarinnar. Danir, sem voru að hjóla til vinnu sinnar, ætluðu ekki að trúa eigin augum. Ýms- ir sögðu síðar, að þeir hefðu haldið að verið væri að filma einKvern þátt í kvikmynd. Þeg- ar Þjóðverjar nálguðust höllina, hóf lífvörður konungs þó skot- hríð. Þjóðverjar skutu á móti. Þegar konungur heyrði skot- hríðina, segi.r Joe, sendi kon- ungur aðstoðarforingja út til varðanna og bað þá í herrans nafni að hætta skothríðinni. Foringinn þaut út, veifaði í á- kafa hvítum vasaklút og skipaði að hætta að skjóta. Þjóðverjar voru þakklátir fyrir þessa að- stoð og umkringdu höllina í snatri. Á meðan þessu fór fram, var dönskum verkamönnum, sem fóru um götuna á hjólum sín- um, skipað að fara aðra leið og koma ekki nærri höllinni. Sum- ir þeirra voru ekki nógu fljótir að skilja Þjóðverja. Þá var skot- ið á þá og tólf menn drepnir. Særðir sjórtenn og hermenn, sem komust af er Blucher sökk, eru að koma, og hafa allir hræðileg brunasár á hálsi og andliti. Svo virðist, sem logandi olíuflóð hafi streymt út, er skip- ið sökk. Margir, sem á sundi voru, brunnu til bana. Ég býst við, að margir hafi drukknað hálfsteiktir af eldinum. Þokka- legur dauðdagi. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.