Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 29
með í vasanum, voru ekki ætlaðir
til skemmtunar.
Það var lí'kast slæmum fyrir-
boða, að fyrsta gatan hinum meg-
in við brúna skyldi vera þéttskip-
uð skrifstofum með skiltum er
á var ritað: „Lagaleg aðstoð“. Hin-
ar fjölbreyttu búðir og litskrúðugu
gangstéttarverzlanir voru lengra í
burtu. Hann sá að Joey ieit þang-
að.
„Einu sinni“, sagði hann, „ætl-
uðum við að koma hingað og
kaupa handa þér nokkrar „huar-
achos“.“
Hún kinkaði kolli. „Já, alveg
rétt“.
Hann beygði upp að gangstétt-
inni og stöðvaði bílinn. Hann vildi
ekki fara bónarveg til hennar, en
hann sagði:
„Þú ert viss, Joey? Viss um að
það er þetta sem þú vilt?“
Hún hikaði, horfði enn niður eft-
ir götunni og aftur fannst honum
að allt gæti orðið gott aftur, ef
hann gæti sagt eitthvað, sem hitti
markið. — Hann sat og leitaði að
orðunum, en tækifærið gekk hon-
um úr greipum. Hún leit við, horfði
á hann og sorgin skein úr brúnum
augum hennar.
„Nei“, sagði hún, „það er ekki
það sem ég vil. En hvað um það.
Dick, — ég get ekki talað meira
um þetta“.
„Allt í lagi“. Hann fór út úr bíln-
um og opnaði hurðina fyrir hana.
Kunningi hans hafði gefið hon-
um nafn lögfræðings nokkurs.
Þegar þau voru að leita að skrif-
stofunni, fóru þau fram hjá tíu eða
tuttugu skrifstofum við götima.
Hver og ein var lík þeirri næstu.
Menn stóðu í dyragættum sumra
þeirra.
Svo komu þau að þeirri, sem þau
leituðu að. Herbergið var lítið og
rykugt. Onnur hjón sátu í biðstof-
unni og gláptu forvitnisaugum á
þau þegar þau komu inn.
Dick tók í handlegg liennar.
Hann vissi ekki vel, hverju hann
hafði búðizt við; en að minnsta
kosti hafði hann ekki átt von á
því, að fleiri væru viðstaddir, og
að nokkur bið yrði. Lagleg, dökk-
hærð stúlka sat við skrifborð í öðr-
um enda herbergisins. Dick benti
Joey að setjast á stól og gekk til
stúlkunnar.
„Skilnaður?“ spurði hún.
Dick hikaði, ringlaður af hinu
særandi miskunnarleysi orðsins.
„Ja — já“, sagði hann.
„Nöfn yðar?“
„Joey og Richard Argerry“,
sagði hann. „Þurfum við að bíða
lengi?“
Hún leit upp og brosti eins og
hún þættist skilja hvað hann ætti
við.
„Nei. Það verður ekki lengi úr
þessu“.
ÞEGAR hann gekk aftur til
HEIMILISRITIÐ
27