Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 48
„Hvenær komuð þér þangað?“
„Þangað er ekki steinsnar og
. ég tafðist ekkert á leiðinni. Stella
— stofustúlkan hjá frú Copley,
opnaði fyrir mér. Ég fór úr káp-
unni uppi og gekk svo niður í
dagstofuna. Fyrst var ég ein þar.
Ég held Blakie hafi komið rétt
á eftir. Frú Copley leit inn sem
snöggvast. Eftir tíu mínútur eða
kortér skrapp ég hingað til að
vita, hvers vegna Marcia, mág-
kona mín, kæmi ekki“.
„Fóruð þér yfir garðana
skemmstu leið?“
„Ég fór í gegnum hlið, sem er
á milli húsagarðanna. Ég bjóst
við að hún væri að tala við bróð-
ur minn 1 bókastofunni. Klukk-
an hefur þá verið fimm til tíu
mínútur yfir hálfátta. Ég hafði
litið á úrið, þegar klukkan var
fimm mínútur yfir hálf, og auð-
vitað festist þetta mér í minni,
af því að Marcia var orðin of
sein“.
„Hvað svo?“
Nú var komið að því. Marcia
einblíndi á varir Beatrice stirðn-
uð af skelfingu og kvíða.
Beatrice lagði vandlega og í
mestu makindum litla fellingu
á pils sitt með fingrunum. Eitt-
hvað i fari hennar bar vott um
efa, en loks sagði hún án þess
að horfa á nokkum sérstakan:
„Bróðir minn var dáinn. Marcia,
konan hans, kraup hjá honum.
Við kölluðum á lækni. . .“.
Hún ætlaði ekki að skýra frá
þvi. Beatrice, sem alltaf hafði
haft ímugust á henni, ætlaði
ekki að segja hvað hún hafði séð
og hvað hana grunaði. Þetta var
óvæntur greiði og næstum furðu
legt göfuglyndi af konu, sem
hingað til hafði ávallt sýnt henni
miskunnarleysi, undirferli og
kulda.
Beatrice leit allt í einu til
hennar og þær horfðust andar-
tak í augu. En Marcia sá þar
enga vináttu eða veglyndi. í
augum hennar var kuldi og í-
hygli. Hún hafði sagt þetta í
einhverju augnamiði og sér til
hagsbóta, en ekki til að hjálpa
Marciu. Það var ekki um að vill-
ast. En hvað lá þá á bak við?
Verity var nú að tala, fremur
önug. „Beatrice hafði komið, já,
eitthvað tuttugu eða tuttugu og
fimm mínútur yfir sjö. Blakie
skömmu síðar. Hún vissi ekki
nákvæmlega klukkan hvað. Já,
Rob hafði verið úti að ganga og
komið heim klukkan rúmlega
sjö, kanske tíu mínútur yfir
sjö“.
„Getið þér glöggvað yður bet-
ur á tímanum?“
„Það held ég varla. Ekki vissi
ég að það aetti að fara að fremja
morð“.
Davies leit snögglega upp frá
pappímum og gaf henni hom-
46
HEIMILISRITIÐ