Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 16
í sig og rekur samstundis upp skaðræðisöskur, þýtur að fötunni, og stingur hausnum á kaf. Síðan stekkur hann upp í koju sína .og vefur andlitið í sængurfötin, rær fram og aftur og veinar eins og stunginn grís. „Reyndu þetta ekki, Bob“; seg- ir hann loks. „Engin hætta“, segir Bob, „það var lán að þú skyldir prófa það fyrst, Bill“. „Hafa þeir reynt sandpappir?“ heyrist úr einu horninu. „Nei, það hafa þeir ekki“, segir Bob geðvonzkulega, „og ætla ekki að reyna, skaltu vita“. Þeir voru báðir svo geðillir, að við létum málið hvíla, meðan við borðuðum. Það var ekki hægt að loka augunum fyrir því, að útlit- ið var svart á fleiri en einn veg. Einn byrjaði að benda á það, því næst annar, og svo koll af kolli og færðu sig smátt og smátt upp á skaftið. Loks snéri Bill sér að okkur og heimtaði, að við hættum að tala rósamál, heldur segðum hreint út, hvað við ættum við. „Jú, sjáðu til“, segir Jói hógvær- lega, „strax og stýrimaður sér ykkur, fáum við allir fyrir ferð- ina“. „Við fáum það allir“, segir Bill og kinkar kolli. „En aftur á móti“, segir Jói og lítur í kringum sig eflir stuðningi, „ef við skjótum saman handa ykk- 14 ur, og þið takið það ráð að stinga af“. — „Heyr! heyr!“ segja margir í einu. „Vel mælt, Jói“. „Strjúka, einmitt það?“ segir Bill, „og hvert eigum við að strjúka?“ „Þið ráðið því“, segir Jói. „Það eru mörg illa mönnuð skip og margir myndu telja það mikið happ að fá svo jafnágæta sjómenn og ykkur Bob!“ „Og hvað með svarta litinn á andlitunum“, segir Bill, alltaf jafn úrillur og vanþakklátur. „Það er ráð við því“, segir Jói. „Hvað þá?“ segja Bill og Bob báðir í einu. „Ráðið ykkur sem negrakokka“, segir Jói, slær á lærið, og lítur sigri hrósandi kringum sig. Það er gagnslaust að reyna að gera sumum mönnum greiða. Jóa var fúlasta alvara, og enginn gat borið á móti því, að hugmyndin var góð, en auðvitað fannst Bill Cousins sér sýnd lítilsvirðing, og bezt gæti ég trúað því, að þessar raunir hafi lamað í honurn heilann. Eins var það með Bob Pullin. Ég get í það minnsta ekki fundið þeim annað til afsökunnar. í stuttu máli sagt, enginn hafði meiri matarlyst í það sinn, og enda ekkert hægt að gera fyrr en búið var að troða þeim báðum út í horn og halda þeim þar. „Ég 'hefði aldrei hjálpað þeim“, HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.