Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 42
yfirlögregluþjónn, Davies að nafni. Marcia vissi þettaekkiþá, en hún komst síðar að raun um það. Hún hafði beig af þeim. En það hafði slíkt lost orðið í huga hennar, að allt í einu varð að- eins yfirborð hlutanna ljóst í vitund hennar, hún greindi þá skýrt og ljóslega, en það var ems og þá vantaði bæði rúmtak og raunveruleik. Hún fann þó að hún varð að herða sig upp, skynja þýðingu þess, sem um var að vera, ná valdi á hugsun- um sínum. Þótt ekki yrði kom- ist hjá því að svara spurningum, er lagðar yrðu fyrir hana, þá varð hún að gera það á rétt'an hátt. Rob hafði sagt henni að neita því, að hún hefði snert hnífinn. En Beatrice hafði séð hana halda um hnífinn og áleit hana vera morðingjann.Það vissi Rob ekki. Þetta var allt svo óraunveru- legt, ósennilegt, óskiljanlegt. Rob virtist þó gera sér vel ljóst, hvað fram fór og fylgjast vel með öllu. Hinsvegar var Verity föl í andliti með annar- legan svip og starandi augu, næstum eins og bláklædd brúða. Marciu fannst þetta allt vera brúðuleikur, engin alvara, eng- inn raunveruleiki á bak við það, sem hér var að gerast. Og þó lá 40 Ivan liðið lík í næsta herbergi. Rob hafði myrt hann. „Líður þér ekki vel, Marcia?“ spurði Rob í hálfum hljóðum. „Jú, sæmilega“. Litli maðurinn var að tala, og hún hafði ekki tekið eftir því. Hann talaði skýrt og mála- lengingalaust. Jacob Wait var ákaflega stuttorður og gagnorð- ur, jafnframt því sem hann var glöggur að sjá aðaltriði hvers máls. Aðalorsök þess var sú, að hann var mjög latur og leiður og kappkostaði því að spara sér allt erfiði eftir föngum. Hann hafði megnustu óbeit á morð- málum. Þau gátu hrært við- kvæmustu taugar hans, einkum þegar hann var að rannsaka þau og fyllt hann hryllingi og sárs- auka. Þetta olli honum leiðind- um og þreytu enda vissi hann vel, að því fyrr sem hann gæti leitt þetta óþægilega mál til lykta því fyrr væri hann laus við óþægindin af því. Því fyrr sem hann fyndi morðingjann, því betra. Svo virtist sem hann væri þegar orðinn fróðari um dauð- daga Ivans en þau, a. m. k. um allar aðstæður varðandi dauða hans. Hann þekkti nöfn þeirra og samband þeirra við hinn látna og innbyrðis. Hann vissi að Marcia Godden hafði verið ein í húsinu, þegar hún kom að HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.