Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 61
sinn. Tess tók nieð sér mat og
vatn handa sér og barninu, því að
engin matvæli er að hafa á leið yfir
Frakkland. Telpan var sæl og glöð
þegar bíllinn fór af stað, og ég var
gilaður yfir því, að hún er o'f ung
•til þess að sjá og skilja harmahlut-
skipti samferða'fólksins, sem flest
var þýzkir Gyðingar, æst og óró-
legt svo að næst gekk sefasýki, því
að það óttaðist, að Frakkar myndu
stöðva það og sn^úa því við og of-
urselja það pyndingum Ilimmlers,
eða að Spánverjar hleyptu því ekki
inn fyrir landamærin (eins og oft-
ast reyndist). Kæmist það til Lissa-
bon, var það öruggt, en þangað var
löng leið.
Berlin, 27. olitóber 19JfO.
Ed Hartrich fer heim eftir
nokkra daga, og ég held heimleiðis
snemma. í desember. Harry Flann-
ery kemur hingað frá St. Louis til
þess að taka við.
Berlín, 28. ohtóber 1940.
Við fengum í dag sígilt dæmi um
það, hvernig einræðisstjórnin leyn-
ir tíðindum, sem hún óttast að
veki ugg með þjóðinni. ítalir réð-
ust í morgun inn í Grikkland. Um
sama Ieyti skaut Hitler einnig upp
í Flórenz, og ræddi hann þar við
Mussolini om þetta síðasta ofbeld-
isathæfi þeirra. Berlínarblöðin
flytja stórar fyrirsagnir um Flór-
enzfundinn, en minnast ekki einu
orði á innrásina í Grikkland. Spæj-
arar mínir segja, að Göbbels hafí
krafizt þess að fá nokkra daga til
að búa almenningsálitið undir tíð—
indin.
Ekkert skeyti frá Tess síðan hún
fór frá Genf. Nú er óstjórn og ring-
ulreið á öllu í hinum óhernumda
hluta Frakklands og á Spánt, og
má því við öllu búast.
Berlín, 29. ohtóber 1940.
24 klukkustundum eftir ofbeldis-
árás ítala á Grikkland hefur þýzka
stjórnin ekki enn tilkynnt þjóð
sinni tíðindin. Ekkert orð um
þetta, hvoiki í morgunblöðunum
eða hádegisblöðunum. En Göbbels
býr fólkið samvizkusamlega undir
fréttirnar. í morgun lét hann blöð-
in birta hina svívirðilegu úrslita-
kosti ítala, sem þeir gerðu grísku
stjórninni. Þeir voru allt að því ná-
ikvæm stæling á úrslitakostum
þeim sem Þjóðverjar sendu Dön-
um og Norðmönnum, og síðar Hol-
lendingum og Belgum. En þýzk al-
þýða hlýtur að undrast um, hvað
gerðist eftir að úrslitafresturinn
var liðinn, en það var i gærmorgum
Síðar. Kvöldblöðin færðu fólk-
inu loks fréttirnar, með því að
birta hernaðartilkynningu Itala í
dag. Það var allt og sumt. En auk
þess voru viðbjóðslegar ritstjórn-
argreinar, þar sem Grikkir voru
fordæmdir fyrir það, að þeir hefðu
ekki skilið hina „nýju skipan“ og
HEIMILISRITIÐ
59