Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 37
Síðar, eftir að ég hafði fyllt arin- inn með eins miklu af viði og í hann komst, og sett stígvélin mín eins nærri honum og þorandi var, til að þau gætu náð að þorna sem beZt, lagði ég mig endilangan á gólfið og fór að sofa. Eg get eíkki hafa verið búinn að sofa mjög lengi, því að er ég vakn- aði skyndilega aftur, iogaði enn vel í arninum. Það er ekki auðvelt að soifa lengi á nöktum gólffjölum, því að vöðvarnir vilja dofna upp og hver minnsta hræring eða þrus'k vekur mann. Ég sneri mér á hina hliðina og ætlaði að fara að sofa aftur, þegar ég hrökk í kuðung við greinilegt skóhljóð, er heyrðist frá ganginum inn að herbergiskytr- unni. Ég vissi að það voru hlerar fyrir glugganum og aðeins einar dyr út úr herberginu. Eklki var þar neinn skápur til að geta falið sig i. Ég sá, mér til litillar huggunar, að ekki væri um annað að gera en að setjast upp og horfast í augu við komumann, hver sem hann væri. Afleiðingin myndi þó senni- lega verða sú, að farið yrði með mig tafarlaust í fangelsið í Wor- cester, sem ég hafði yfirgefið fyrir nálega tveim sólarhringum, og hafði af mörgum ástæðum litla löngun til að heimsækja aftur. Aðkomumaður virtist ekki flýta sér neitt sérstaklega mikið, en gekk hægum dkrefum inn eftir gangin- um. Er inn kom virtist hann ekki veita mér neina athygli, þar sem ég lá samankipraður í einu horn- inu. í stað þess gekk hann rakleiðis að eldstónni og fór að verma sér á höndunum við eldinn. Ilann var rennvotur, miklu votari en ég gat eiginlega ímyndað mér að unnt væri að verða, ja'fnvel í öllu því regni, sem verið hafði um kvöldið. Föt hans voru gömul og slitin. Vatnið streymdi úr klæðum hans niður á góLfið, og úr ógreiddu hári hans, sem hélðk niður í augu, lak vatnið án afláts niður i glæðurnar. Mér varð þegar ljóst, að þessi náungi myndi ekki vera neitt í ætt við hina betri borgara, heldur myndi hann vera hreinn flæking- ur, eins og ég sjálfúr: einn af þeim, sem eiga heimkynni sitit á þjóð- vegunum. Ég áræddi því að kasta á hann kveðju, og innan stundar vorum við byrjaðir að rabba sam- an. Hann kvartaði án afláts yfir kuldanum og bleytunni og grúfði sig yfir eimyrjuna með nötrandi tönnum, fölur í framan eins og lið- ið lík. „Já“, sagði ég, „svona veður er ekki allskostar vel fallið til að flalkka um á þjóðveginum. En ég er hissa á því, hvers vegna þetta hús virðist ekki vera meira notað en útlit er fyrir. Það er þó ekki svo afleitt af svona húsi að vera“. Úti heyrðist vindurinn ýla í dauðum, bliknuðum villijurtum og skrælnuðum hveitiöxum. 35 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.