Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 59
ystu Þýzkalands og Ítalíu um „ný- skipun“ Evrópu. í annarri grein segir: „Þýzkaland og Ítalía viður- kenna forystu Japana í því að koma nýrri skipun á um hinar miklu víðáttur Austur-Asíu“. Berlín, J. október 1940. Hitler og Mussolini hittust í Brennerskarði laust fyrir hádegi í dag. Ekkert var vikið að umræðu- efninu í hinni opinberu tilkvnningu í dag, aðeins sagt, að Keitel hafi verið viðstaddur. Ég hygg, að nokkur ástæða sé til að ætla, að svo róttækur ágrein- ingur hafi verið á milli öxulríkj- anna, að Hitler hafi talið ráðlegt að fara sjálfur til að tala við Mussolini. Berlín, 5. október 1940. Mér barst áreiðanleg fregn um það í dag, að byljótt hefði verið á Brennerfundinum, og Mussolini hefði haft hátt. ítalirnir hérna höfðu sögu á lof*i, sem líklega er efasamur sannleikur en sýntp þelið í bræðralagi Þjóðverja og ítala. Þeir segja, að Mussolini hafi spurt Hitler í gær, hvers vegna hann hafi hætt við fyrirætlun sína um að vaða inn í England. Hitler hikstaði við og svaraði svo með annarri spurningu: „Hvers vegna hefur þú, Duce, ekki getað hertekið Möltu, þennan eyjarácekil? Ég er mjÖ^ óánægður yfir því“. Þá segja ítalir að Mussolini hafi hleypt brúnum og svarað: „Gleymdu því ekki, foringi, að Malta er líka eyja“. Fimmta vikan í hinni miklu loft- sókn Þjóðverja gegn Bretlandi hófst í dag. Og Þjóðverjar eru æf- ir yfir því, að Bretar vilja ekki játa sig sigraða. Heiftin við Chur- c’hill sýður upp úr þeim fyrir það, að hann segir brezku þjóðinni, að hún geti enn gert sér sigurvonir, í stað þess að teygja frá sér skank- ana og gefast upp, eins og allir aðrir andstæðingar Hitlers hafa gert. Þjóðverjar skilja ekki skap- heila og þrekmikla þjóð. Berlín, 15. olctóber 1940. Ég er búinn að taka nokkurn veginn fastar ákvarðanir um ýmis einkamál mín. Eina leiðin, sem nú er sæmilega fær frá Evrópu til Ameríku, er um Sviss, Suður- Prakkland, Spán og Portúgal til Lissabon, en hún er nú orðin eina borgin á meginlandi Evrópu sem hefur samgöngur við Amerfku sjó- leiðis og loftleiðis. Ef í harðbakka slær, er alltaf hægt að sleppa í gegnum Rússland og Síberíu, en ekki er glæsilegt að leggja í þá ferð með tveggja ára barn. Það verður hallæri í Sviss í vetur. Þó að Tess kjósi heldur að vera um kyrrt, hefur hún þó fallist á að hverfa lieim í lok þessa mánaðar. Ég fer heim í rdesember. Ég býst HEIMILISRITIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.