Heimilisritið - 01.06.1946, Page 59

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 59
ystu Þýzkalands og Ítalíu um „ný- skipun“ Evrópu. í annarri grein segir: „Þýzkaland og Ítalía viður- kenna forystu Japana í því að koma nýrri skipun á um hinar miklu víðáttur Austur-Asíu“. Berlín, J. október 1940. Hitler og Mussolini hittust í Brennerskarði laust fyrir hádegi í dag. Ekkert var vikið að umræðu- efninu í hinni opinberu tilkvnningu í dag, aðeins sagt, að Keitel hafi verið viðstaddur. Ég hygg, að nokkur ástæða sé til að ætla, að svo róttækur ágrein- ingur hafi verið á milli öxulríkj- anna, að Hitler hafi talið ráðlegt að fara sjálfur til að tala við Mussolini. Berlín, 5. október 1940. Mér barst áreiðanleg fregn um það í dag, að byljótt hefði verið á Brennerfundinum, og Mussolini hefði haft hátt. ítalirnir hérna höfðu sögu á lof*i, sem líklega er efasamur sannleikur en sýntp þelið í bræðralagi Þjóðverja og ítala. Þeir segja, að Mussolini hafi spurt Hitler í gær, hvers vegna hann hafi hætt við fyrirætlun sína um að vaða inn í England. Hitler hikstaði við og svaraði svo með annarri spurningu: „Hvers vegna hefur þú, Duce, ekki getað hertekið Möltu, þennan eyjarácekil? Ég er mjÖ^ óánægður yfir því“. Þá segja ítalir að Mussolini hafi hleypt brúnum og svarað: „Gleymdu því ekki, foringi, að Malta er líka eyja“. Fimmta vikan í hinni miklu loft- sókn Þjóðverja gegn Bretlandi hófst í dag. Og Þjóðverjar eru æf- ir yfir því, að Bretar vilja ekki játa sig sigraða. Heiftin við Chur- c’hill sýður upp úr þeim fyrir það, að hann segir brezku þjóðinni, að hún geti enn gert sér sigurvonir, í stað þess að teygja frá sér skank- ana og gefast upp, eins og allir aðrir andstæðingar Hitlers hafa gert. Þjóðverjar skilja ekki skap- heila og þrekmikla þjóð. Berlín, 15. olctóber 1940. Ég er búinn að taka nokkurn veginn fastar ákvarðanir um ýmis einkamál mín. Eina leiðin, sem nú er sæmilega fær frá Evrópu til Ameríku, er um Sviss, Suður- Prakkland, Spán og Portúgal til Lissabon, en hún er nú orðin eina borgin á meginlandi Evrópu sem hefur samgöngur við Amerfku sjó- leiðis og loftleiðis. Ef í harðbakka slær, er alltaf hægt að sleppa í gegnum Rússland og Síberíu, en ekki er glæsilegt að leggja í þá ferð með tveggja ára barn. Það verður hallæri í Sviss í vetur. Þó að Tess kjósi heldur að vera um kyrrt, hefur hún þó fallist á að hverfa lieim í lok þessa mánaðar. Ég fer heim í rdesember. Ég býst HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.