Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 51
FJÖGRA BLAÐA SMÁRI
Örstutt gamansaga eftir Sylvanus
HANN HEITIR Páll og er for-
stjóri fyrir aUstóru fyrirtæki. Kona
hans heitir Rut, og þau sitja bæði
við morgunverðarborðið. Ilún vef-
ur morgunsloppnum fastar að sér
og er úrill á svipinn. Ilún vill reyna
að megra sig og borðar því lítið.
Páll hámar hinsvegar í sig matinn
og les í Morgunblaðinu.
„Er nokkuð í blaðinu?“
„Nei“.
„Af hverju ertu þá að lesa það?“
„Hm“.
„Þarftu endilega að sötra í þig
kaffið með svona hryllilegum há-
vaða?“
„Það er heitt“.
„Það á 'kaffi að vera“.
„Annað hvort er það sjóðheitt
eða ískalt. Skelfingar sauður er
þ>essi stúlka, sem við höfum“.
„Þakkaðu fyrir, að við skulum
yfirleitt hafa nokkra stúlku. Þá
sjaldan þú ert heima ertu að finna
að. Þú ættir helzt aldrei að koma
heim“.
„Ef ég hugsaði ekki nema um
sjálfan mig, þá myndi ég ek'ki gera
það“.
„Svo að það er mín vegna, að
þú kemur heim? Ég skal segja ykk-
nr það! En það er guð vel komið
að ég flytji heim til mömmu. Þú
kannt aldrei að meta það sem ég
geri fyrir þig. Segðu mér eitt, hlust-
arðu á það, sem ég er að segja?“
. „Nei, en ég veit, hvað það muni
vera“.
„Þú ert andstyggilegur“.
„Þú verður að hafa mig afsak-
aðan, ég má ekki missa af stræt-
isvagninum“.
Svona var heimilisylurinn hjá
Rut og Páli. Það er því ekki til-
tökumál, þótt brúnin á honum væri
ekki sérlega létt, þegar hann kom
inn í skrifstofu sína, og að skrif-
borði, Sem á var bunki andlausra
og leiðinlegra verzlunarbréfa. Auð-
vitað voru líka einhver vandræði
með skrifstofufólkið. Það var eng-
inn hægðarleikur að eiga við þessar
skrifstofustúlkur. Fyrir skömmu
hafði hann fengið afbragðs stúlku
fyrir einkaritara og rétt á eftir býð-
ur einhver nautshausinn henni að
koma til sín fyrir 100 króna hærri
laun á mánuði.
í dag átti sú nýja einmitt að
byrja.
HEIMILISRITIÐ
49