Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 33
er mjög óhollt og lýjandi. Þú þarft því að styrkja bakvöðvana og verð- ur að forðast að teygja á þeim. Þá er sú leikfimisæfing, sem þú mátt sízt iðka, sú, að beygja bakið stand- andi og reyna af alefli að ná sem lengst niður á gólfið með höndunum án þess að beygja hnén. En einmitt slíkar æfingar munu vera all-algeng- ar nú. Leikfimiskennarinn ætti að rann- saka líkamsbyggingu sérhvers nem- anda síns og ráðleggja honum að iðka þær æfingar heima, sem hann hefði bezt af. í byrjun hvers leik- fimistíma mætti gera nokkrar al- gildar hópæfingar og æfa svo dýnu- stökk, glímur, sund, íþróttir, hand- knattleik eða aðra leiki og leggja áherslu á að styrkja vöðvana, en sýna jafnframt lipurð og fagrar hreyfingar. ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA. Sp: Kæra Eva Adams. Ég er trúlofuð strák, sem mér þykir reglulega vænt um, en hann liggur nú á sjúkrahúsi og þjáist af þrálátum sjúkdómi. Það er óvíst, hvort honum batnar nokkurn tíma. Svo er það annar strákur, sem vill giftast mér. Hann er heilbrigður og hefur góða atvinnu. Ég veit að for- eldrar mínir vilja að ég giftist hon- um, en mér þykir ekki nærri því eins vænt um hann. Nú langar mig til að biðja þig um að ráða mér heilt. Hvað á ég að gera? Súsí Sv: Það er mjög erfitt að skera úr um vandamál sem þessi. Ég vil ráðleggja þér að leggja fyrir þig nokkrar samvizkuspumingar og svara þeim af einlægni, áður en þú tekur endanlega ákvörðun. Treystirðu þér til að fóma þér algerlega fyrir unnusta þinn? Elsk- arðu hann svo heitt, að þú getir beð- ið, jafnvel árum saman upp á von og óvon, eftir því að honum batni? Ertu reiðubúin að giftast honum þegar hann kemur af spítalanum, ef hann verður þá ef til vill óvinnufær? Og geturðu þá séð fyrir ykkur báðum? Ef þú vilt hætta á slikt, og finnst þú geta fómað þér fyrir ást þína á honum, þá er ást þín háleit og fög- ur og þá þýðir þér ekki að reyna að fara í kringum hana með því að giftast öðrum. Það væri til þess að eyðileggj a lífshamingj u ykkar beggj a og þar að auki væri það ekki rétt gagnvart þeim manni, sem þú mynd- ir giftast. Líklega gerðir þú bezt í því að kanna hug þinn í nokkra mánuði. Þá geturðu betur áttað þig. Ef til vill batnar unnusta þínum fyrr en varir og vandamálin leysast af sjálfu sér. Ef til vill hættir þú að elska hann á þessum tíma og verður ást- fangin af hinum, sem þú talar um. Og ef til vill hitturðu þann þriðja og gleymir hinum báðum. Vegir lifs- ins eru órannsakanlegir. AÐ NÁ BURT MÁLNINGARBLETTUM Sp.: Geturðu gefið mér gott ráð til að ná málningu af gleri? Kobbi. Sv. Blandaðu óhrærðu kalki að einum hluta saman við potassium carbonate (kalí) að þremur hlutum. Berðu þetta á með spaða og Játtu liggja á fletinum í dálítinn tíma. Svo er auðvelt að ná málningunni af. — Málningarblettum er einnig liægt að ná af gleri með því að nudda þá með tusku, sem dyfið liefur verið í heitt edik. — Smábletti má einnig skafa af gleri með brúninni á silfurpeningi. HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.