Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 55
| BÉRLÍNARDAGBÖK
AÞAM4NNSl
Ejtir WILLIAM L. SHIRER
- Hitler stuggar við Bandaríkjamönnum
26. okt. 19Jf0 (framh.)
Ekki þarf mikla djúpskyggni til
að sjá, að Þjóðverjum tekst ekki
lengi að stjórna hernumdu þjóðun-
um af því ofbeldi, sem þeir beita
þær nú. Ekkert framandi ríki get-
ur til lengdar ráðið yfir öllum þjóð-
um Evrópu, sem hata það og fyrir-
líta, jafnvel þó að það hafi ofur-
efli herliðs og lögreglu, og vissu-
lega hafa Þjóðverjar hvort tveggja.
Þess vegna ber „nýskipun“ Hitl-
ers á sér feigðarmerkin áður en
henni er komið á. Nazistarnir, sem
hafa aldrei lagt á sig að kynna sér
rækilega sögu Evrópu, heldur láta
leiðast af frumstæðum, baráttu-
hvötum germanskra ættbálka og
gera sér enga grein fyrir hugsan-
'legum afleiðingum, hyggjast nú
komnir vel á veg með að koma á
„nýskipun“ í Evrópu undir yfir-
stjórn Þjóðverja, til gróða og fram-
dráttar fyrir Þýzkaland um allan
aldur. Framtíðarfyrirætlanir þeirra
eru ekki aðeins þær, að svipta hin-
ar undirokuðu Evrópuþjóðir öllum
vopnabúnaði framvegis, svo að þær
geti ekki gert uppreisn gegn hin-
um þýzku húsbændum, heldur
gera þær svo háðar Þýzkalandi í
fjármálum, að þær eigi líf sitt und-
ir náð og miskunn þýzku stjórnar-
innar. Þannig verða öll hin miklu
©g fjölþættu iðnfyrirtæki og verk-
smiðjur, sem enn starfa í undir-
okuðu löndunum, flutt til Þýzka-
lands. Hlutskipti undirokuðu þjóð-
anna verður það, að afla hráefna
fyrir þær að vinna úr og matar
handa þýzku húsbændunum. Þær
stunda að mestu leyti akuryrkju
og námagröft, rétt eins og Balkan-
löndin gera nú. Og þær verða al-
gerlega háðar Þýzkalandi.
Evrópuþjóðum þeim, sem Þjóð-
verjar halda nú í áþján, verður
auðvitað bjargað ef Bretar standa
a'f sér bylinn og sigra að lokum í
þessari styrjöld. En jafnvel þó að
HEIMILISRITIÐ
53