Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 22
og hæfileika til fulls og hefur ek'ki heldur algert vald á hreyfingum handa og fóta. Að sjálfsögðu getur liann þá ekki heldur borið ábyrgð á tungu sinni og itilfinningum. Sjálfsásakanir þær og iðrunarkval- ir, sem menn vakna iðulega við morguninn eftir víndrykkju, eru oftast sprottnar af því, að þeir hafá orðið sér til athlægis eða skammar í ölvímunni, þótt þeir með sjálfum sér hafi skilið, hvað þeir voru að aðhafast. Það er auðvelt að átta sig á þvi, 'hvers vegna maður, sem neytir á- fengis í óhófi, verður kærulaus í framkomu og hegðun. Siðferðileg ábyrgð sljófgast og hegðun þeirra versnar, þar til svo getur farið, að slikir menn komi fram sem óhefl- aðir siðleysingjar, fremji ofbeldis- verk á sínum kærkomnustu og verði jafnvel. óhæfir til að stunda atrvinnu sína eða halda stöðu sinni í þjóðfélaginu. Hver er lækningin? Hversu auðveldlega drykkju- manninum tekst að losna við þenn- an leiða vana, víndrykkjuna, er undir því komið, hversu mikið hann drekkur og hversu mikla löngun hann hefur sjálfur til að hætta. Allflesta má fá til að hætta að drekka, ef hægt er að opna augu þeirra fyrir því, að þeir eru að eyðileggja líf sitt með ofdrykkju. 20 Þeir missa atvinnuna, eiginkon- una, misþyrma barni í ölæði; vinna örlagarík óhappaverk. Sá, sem ákveður að hætta að drekka, gerir það vegna þess, að honum hefur orðið ljóst, hversu hrapallega hann hefur ofmetið þá huggun og fróun, sem hann áleit að áfengið gæti veitt sér. Þegar bezt lét var það honum kostnað- arsamur stundarflótti frá raun- veruleikanum, sem e'kki varð um- flúinn. Þeir sem drekka í óhófi þurfa oftast aðstoð annarra, til þess að öðlast vilja og getu til að hætta að drekka. Þá er sefjun, dáleiðsla og önnur læknisfræðileg meðhöndlun oft nauðsynleg. Einnig getur ver- ið gott að höfða til tilfinninga þeirra með trúfræðilegum umtöl- um. Ágætlega hefur og reynst að flytja slíka menn á drykkjumanna- hæli og láta þá dvelja þar undir læknishendi, án þess að opinbera nöfn þeirra. En ef þú drekkur ekki af ástríðu, þá geturðu vanið þig af áfengis- neyzlu hjálparlaust. Þó að þú haf- ir veikleika fyrir víni geturðu sigr- ast á löngun þinni, án aðgerða hins opinbera eða annarra rót- tækra meðala. Hér fara á eftir sex hollráð þess efnis: 1. Þú verður að einsetja þér að hætta að drekka. Fyrsta skilyTðið fyrir því, að þú getir vanið þig af vínnautn, er að þú hafir einlægan HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.