Heimilisritið - 01.06.1946, Page 16

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 16
í sig og rekur samstundis upp skaðræðisöskur, þýtur að fötunni, og stingur hausnum á kaf. Síðan stekkur hann upp í koju sína .og vefur andlitið í sængurfötin, rær fram og aftur og veinar eins og stunginn grís. „Reyndu þetta ekki, Bob“; seg- ir hann loks. „Engin hætta“, segir Bob, „það var lán að þú skyldir prófa það fyrst, Bill“. „Hafa þeir reynt sandpappir?“ heyrist úr einu horninu. „Nei, það hafa þeir ekki“, segir Bob geðvonzkulega, „og ætla ekki að reyna, skaltu vita“. Þeir voru báðir svo geðillir, að við létum málið hvíla, meðan við borðuðum. Það var ekki hægt að loka augunum fyrir því, að útlit- ið var svart á fleiri en einn veg. Einn byrjaði að benda á það, því næst annar, og svo koll af kolli og færðu sig smátt og smátt upp á skaftið. Loks snéri Bill sér að okkur og heimtaði, að við hættum að tala rósamál, heldur segðum hreint út, hvað við ættum við. „Jú, sjáðu til“, segir Jói hógvær- lega, „strax og stýrimaður sér ykkur, fáum við allir fyrir ferð- ina“. „Við fáum það allir“, segir Bill og kinkar kolli. „En aftur á móti“, segir Jói og lítur í kringum sig eflir stuðningi, „ef við skjótum saman handa ykk- 14 ur, og þið takið það ráð að stinga af“. — „Heyr! heyr!“ segja margir í einu. „Vel mælt, Jói“. „Strjúka, einmitt það?“ segir Bill, „og hvert eigum við að strjúka?“ „Þið ráðið því“, segir Jói. „Það eru mörg illa mönnuð skip og margir myndu telja það mikið happ að fá svo jafnágæta sjómenn og ykkur Bob!“ „Og hvað með svarta litinn á andlitunum“, segir Bill, alltaf jafn úrillur og vanþakklátur. „Það er ráð við því“, segir Jói. „Hvað þá?“ segja Bill og Bob báðir í einu. „Ráðið ykkur sem negrakokka“, segir Jói, slær á lærið, og lítur sigri hrósandi kringum sig. Það er gagnslaust að reyna að gera sumum mönnum greiða. Jóa var fúlasta alvara, og enginn gat borið á móti því, að hugmyndin var góð, en auðvitað fannst Bill Cousins sér sýnd lítilsvirðing, og bezt gæti ég trúað því, að þessar raunir hafi lamað í honurn heilann. Eins var það með Bob Pullin. Ég get í það minnsta ekki fundið þeim annað til afsökunnar. í stuttu máli sagt, enginn hafði meiri matarlyst í það sinn, og enda ekkert hægt að gera fyrr en búið var að troða þeim báðum út í horn og halda þeim þar. „Ég 'hefði aldrei hjálpað þeim“, HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.