Heimilisritið - 01.04.1948, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.04.1948, Blaðsíða 40
sagði Larry hugsandi. ,,Eg veit þetta er nijög eigin- gjarnt af mér“, bætti hún við. „En Louise er svo dugleg og ég kann ekkert til eldhúsverka. Allt sem ég kann, er að sjóða egg“. Hún stóð á fætur, og Larry néyddist til þess að gera hið sama, Hann var hár maður, en aiigu Júlíu voru næstum í sömu hæð og hans. Og hann, sem allt- áf háfði talið sér trú um að hann kysi helzt litlar konur. „Ég myndi vera yður mjög þakk)át“, sagði hún kuldalega, „ef þér gætuð fengið hann til að láta Louise afskiptalausa“. „Eg skal gera það sem ég get“, svaraði hann auðmjúklega. „Kærar þakkir fyrir kvöldið, ungfrú King“. I fyrsta sinni á ævinni var Larry Burnham óhamingjusam- ur vegna konu. Hann lá andvaka alla nóttina og óskaði þess að hafa ekki þrengt sér í félagsskap hennár. Hvers vegna hafði hann ekki beðið eftir viðkunnanlegra tækifæri. Beðið eftir hverju? spurði hann sjálfan sig, og það fór hrollur um hann, þ\rí hann vissi svaf’ið: „Það verður ekki ég“, hugsaði hann. „Nei, það verður ekki ég! Kvöldið eftir hringdi Larry til Júlíu. „Ég hef talað við Gaston“, sagði hann. „Þetta virðist von- lítið“. 38 „Og ég hef talað við Lousie“, sagði Júlía. „Vesalings stúlkan er yfir sig ástfangin“. „Ef svo illa skyldi nú fara að þau giftu sig, haldið þér þá samt ekki að Louisé yrði áfram hjá yður?“ sagði Larry raunalega. „Ég er hrædd um að hún geri það ekki“, sagði Júlía.'„Því þeg- ar hún verður einu sinni búin að fá sitt eigið heimili, geri ég ráð fyrir að hún vilji ekki yfirgefa það“. „Það verður víst sama upp á teningnum hjá Gaston“, sagði Larry dápur í bragði. „En segið mér eitt, þér eruð víst ekki á lausum kili í kvöld, svo að við getum hitzt og rætt nánar um þetta. Eg — ég á tvo miða í leik- húsið — og —“. Þau áttu saman dásamlegt kvöld. Larry ók síðan Júlíu heim og, án þess að hann gerði sér ljóst, var liann með kjánalegt bros á vör, þegar hann að lokum ók heim til sín. Tveimur dögum síðar sat hann kvöldverðarboð hjá Júlíu með nokkrum nánustu vinum hennar. Þegar þeir svo stóðu upp frá borðum, sagði Júlía við hann: ,JÞað er nokkuð, sem ég þarf að tala við þig um, Larry. Geturðu ekki hinkrað hjá mér nokkra stund eftir að hinir eru farnir?“ Af einhverjum ástæðum fóru HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.