Heimilisritið - 01.05.1949, Page 4

Heimilisritið - 01.05.1949, Page 4
ÞAÐ ER sunnudagsmorg- unn og kominn vetur. Já, víst er kominn vetur, um það er ekki að villast, því að frostálfarnir hafa verið í leik á öllum pollum götunnar. Isinn er að vísu þunn- ur, en skreyttur fallegum frost- rósum. Braggabúum hefur sennilega verið' kalt þessa fyrstu nótt komandi vetrar, það rýkur ó- venjulega mikið úr þessum reykháfsómyndum þeirra í dag. Braggarnir, sem snemma um morguninn voru livítir af hélu, eru nú óðum að dekkjast og hinn ljóti litur þeirra kemur æ betur í ljós. Braggi nr. C—16 er þegar búinn að fá sinn uppruna- lega lit, sem raunverulega er enginn litur. Hann er rauðleitur af ryði og svartur af sóti. A hon- um eru þrír gluggar. Einn á lilið- inni, sem snýr í norður, en hinir tveir á öðrum gaflinum. Hinn Frostrósi brotnar Smásaga þessi er eftir H. S. Gröndal, sú fyrsta sem hann hefur skrifað gaflinn er áfastur við bragga nr. C—17. Glugginn á hliðinni er lítill og ein rúðan af fjórum er brotin. Það er pappaspjald í hennar stað. Við hliðina á glugg- anum er langur og renglulegur reykháfur. Hann er skakkur og það er stór glufa þar sem hann gengur inn í braggann. Undir glugganum stendur olíutunna. Hurðin á bragga C—16 opn- ast og út kemur Bjössi. Bjössi er sex ára. Hann er dökkhærður með brún, falleg augu, grannur og frekar laglegur snáði. Hann er ekki í sunnudagsfötum. Það er ekki von, þau eru ekki til. Hann er bara í sínum skítuga og bætta samfesting og með trefil um hálsinn. Enga húfu. Skömmu seinna kemur annar drengur út. Það er Nonni, sem er á líkum aldri og Bjössi. Nonni er mjög 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.