Heimilisritið - 01.05.1949, Page 14

Heimilisritið - 01.05.1949, Page 14
Ef' tif vill var það vegna þess, hversu fín hún var, eða máske vegna fláans á kjólbakinu á henni, að ég herti upp hugann. Eg veit það elcki. Ég veit ein- ungis, að þegar hún sneri sér við, og ég sá alla þessa mjúku og hvítu lnið, var eins og eldur færi um mig. „Lulu", sagði ég óðamála, „ég hef sparað samán rúrna þrjú hundruð dollara. Viltu giftast mér? Ég hef góða vinnu, og öl- gerðin veitir öllum starfsmönn- um sínum ríflega kauphækkun, þegar þeir kvænast“. Hún fór allt í einu að gráta. „Hvað er að, góða mín?“ spurði ég. „Það' er mamma — hún er svo skelfilega veik“, snökti Lulu. „Ég er að fara til hennar. Þú manst, að ég hef sagt þér frá henni. Hún hefur ávallt verið mér svo ein- staklega góð, og nú held ég, að hún sé alveg að deyja“. „Get ég hjálpað á nokkurn hátt?“ spurði ég. „Það þyrfti að skera mömnm upp, en við höfum ekki efni á því“, sagði Lulu. NÚ, ÉG REYNDI auðvitað að fá hana til að þiggja þrjú hundruð dollarana raína, en það vildi hún ekki. Hún sagði nei. Hún sagðist ekki hafa nokkurn rétt til að taka við peningum, sem ég liefði sparað saman. En hinsvegar, sagði hún, gat hún alls ekki hugsað til að giftast fyrr eii hún hefði séð eins vel fyrir móður sinni, og kostur var á. Það' var aðeins um eitt að ræða fyrir mig. Daginn eftir tók ég peningana mína út úr bank- anum og rétti henni þá meðan við vorum að tala saman. „Þú verður að taka við þeirn", sagði ég. „Þú gleður mig með því. Ur því ég elska þig, er ég feginn að geta hjálpað þér“. Ég gat að lokum fengið hana til að'taka við peningunum. Hún tók þá og kyssti mig á kinnina. Ég get ekki annað sagt, en ég hafi verið í sjöunda himni þetta kvöld. Daginn eftir koin hún alls ekki. Heil vika leið, og ég tor að verða órólegur. „Cozy“, sagði ég einn daginn, „hvar er Lulu?“ „Lulu er ekki lengur hér“, sagði Cozy. „Hún er búin að segja upp starfinu“. „Segja upp? Hvernig víkur því við?“ „Það lítur út fyrir, að hún hafi aurað saman nokkur hundr- uð dollurum svo hún gæti keypt sér loðkápu“. „Loð'kápu. Til hvers?“ „Það veit ég ekki. Henni lízt vel á einhvern nánunga, sem á peninga, svo hana langar til að 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.