Heimilisritið - 01.05.1949, Side 18

Heimilisritið - 01.05.1949, Side 18
Hann var fimm fet og níu þumlungar á liæð', herðabreið- ur, brjóstið hvelft, göngulagið hvatlegt og rykkjótt. hann var vel vaxinn, en óvenjulega ófríð- ur í andliti. Kjálkarnir voru eins og á bolhundi, augabrúnirn- ar signar og augun, sem voru lítil, Ijósblá og blóðhlaupin og lágu djúpt í höfðinu, ljómuðu ýmist af glaðlyndi eða þau skutu gneistum djöfullegs haturs. Þannig var Budd hið ytra. Hans innri maður var jafnkyn- legur. Hann var hvorttveggja í senn snillingur og vitfirringur; í snilli hans gætti þó nokkurs skrums, og snefils af viti í vit- firringunni. Þótt hann virtist aldrei gera neitt, varin hann allt- af verðlaunin í líffærafræði af öllum félögum sínum, sem feng- ust ekki til að líta upp úr bók- unum. Hann hafði sífellt einhver fjáröflunaráform á prjónunum og rakaði saman ímynduðum auði á hverskonar uppfinning- um, sem voru sí og æ að fæðast í frjósömum heila hans. Ilann var vanur að ganga um gólf í herberginu sínu, þegar hann var að skýra einhverja uppfinning- una, sem myndi valda byltingu á einu sviði eða öðru. Hann ráð- gerði að fá einkaleyfi á henni og gera Doyle að hluttakanda í gróðanum. Hann spáði því, að uppfinningin myndi verða tekin í notkun um allan hinn sið- menntaða heim og kvað þá að lokum geta sezt í helgan stein, auðugri en nokkura marg- milljónara hefði dreymt um að verða. Það var hvorttveggja í senn eitthvað hetjulegt og grimmdar- legt við Budd. Ekki mátti orð- inu halla, þá gat kátína hans breytzt í ofsareiði. Byði honum svo við að horfa, hrósaði liann þeim, sem með völdin fóru; stæði hinsvegar illa í bólið hans dró hann dár að þeim. Hann drakk ekki mikið, en þótt hann bragðaði eigi nema lítið af á- f'engi, gætti þess strax. Þá gat hann átt það' til að ráðast með illindum á hvern sem hann mætti, eða safna um sig hópi manna og taka að þylja yfir hon- um kenningar sínar, eða þá að láta eins og fífl á almannafæri. Afskipti hans af kvenfólki voru jafnóútreiknanleg. Einu sinni átti hann um það tvennt að velja að’ stofna í hættu mann- orði konu einnar eða leggja líf sitt í hættu. Hann kaus hiklaust síðari kostinn og fleygði sér út úm glugga á þriðju hæð. En hamingjan var honum hliðholl, lárviðarrunni dró úr fallinu og' hann kom niður á mjúkan jarð- veg. Þegar hann gekk í hjónaband 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.