Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 38

Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 38
ættir að vera nógu gömul til að' skilja, að karlmaður — enda þótt hann sé’ sonur þinn — móðgast, þegar þú spyrð, hve- nær hann komi heim, og hvert hann ætli. Eina leiðin til að öðlast trúnaðartraust hans, er að biðja ekki um það“. Frú Howe svaraði þóttalega: „Eg verð að' segja, að mér finnst nokkuð langt gengið, þegar móð- ir má ekki . . .“ „Tala út“, sagði maður henn- ar stríðnislega. Frú Howe beit á vörina. „Er þér alvara með að grípa fram í fyrir mér í hvert sinn, er ég revni að skýra, við hvað ég á?“ „Já“, sagði maður hennar glað'lega. „Nema þegar þú tal- ar um prufurnar, em þú komst . til að skoða“. „Howe“, sagði hún og var nú einnig orðin kankvís á svip. „Eg kem til yðar sem sjúklingur. Hvað er að mér, læknir?“ „Of mikill óróleiki“, svaraði maður hennar strax. „Og hann stafar af einskonar valdagræðgi og afbrýðisemi“. Þau hlógu bæði og fóru að skoða prufurnar. Síð'an leið kvöldið í kyrrð. Ivlukkan ellefu geispaði Howe læknir, sló ösk- una af vindlinum og sagði: „Eg held ég fari að hætta. Ertu með?“ „Nei . .. ekki strax“. „Ég gæti skilið þig, ef þú sæt- ir og biðir eftir dóttur þinni“, sagði hann. „En að sitja og bíða eftir piti, er tilgangslaust. Fyrst fylgja drengirnir stúlkunum heim, og svo halda þeir áfram að ganga um saman“. „ITvert þá?“ spurði hún óró- leg. „Sennilega standa þeir bara á götuhorni og tala um lífið' al- mennt, um stúlkur og íþróttir“. „Og valda því, að mæður þeirra verða andvaka“, sagði frú Howe. „Nú ertu ekki sanngjörn! X>að ert þú sjálf, sem átt sök á því. Og ef þú endilega vilt eyðileggja þetta litla útlit, sem þú átt eftir, þá sittu bara og bíddu. En ég vi! nú heldur varðveita fegurð mína, svo ég fer að hátta“. Hálftíma seinna, þegar hann var að sofna, kom konan hans upp til að hátta. Hann hrosti með sjálfum sér — nú, hún var auðsiáanlega að vitkast. „Eg veít nú ekki, hvort Leif- ur hefur gott af því að' umgang- ast Bill Pegram svona mikið“, sagði liún, og maður hennar skildi þegar, að hún óttaðist, að Leifur spillti fyrir sér með því að umgangast alþýðlegt og lát- laust fólk eins og Pegramfólkið. Ó, þessar mæður, hugsaði hann gramur. Löngu seinna heyrði hann 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.