Heimilisritið - 01.05.1949, Qupperneq 45

Heimilisritið - 01.05.1949, Qupperneq 45
nokkrum stundum og ræsk- ingum, hallrangað sér til á bekknum og létt af sér loftvindi, sem hann kallaði, og loks stung- ið upp í sig munntóbakstölu, hóf hann frásögn sína á ný. — Jæja, sagði hann. — Ég er nú búinn að brjóstbæta mér, létta mig og nesta, og nú skal ég strekkja það í einum áfanga. Einmitt vorið sem ég réðst á Pamilluna hjá Projsen, sem var Ilolsteinari, að mér var sagt, réðst Matthías til Páls í Vals- hömrum, var til sjós um sum- arið og kom heim um haustið' — eins og ég. Eg held hann hafi verið nítján ára bá. Nú, og upp úr göngunum byrjaði ball- ið. — Hvaða ball, — hvers kon- ar áttu við? — Nú, ballið, ságði ég, eitt ei- líft andskotans ball! Nei, nú bótti mér Markús heldur en ekki skrýtinn. En það var ekki í fyrsta sinn — og ég þagði. — Já, hann kom nefnilega með helvíta mikla munnhörpu, sem hann hafði einhvern veginn haft út úr frönskum, og þarna var hann síspilandi þessar meló- díur, sem hann kallaði, marsa og polka, valsa og krussa — og ég veit ekki hvað og hvað, og stelpur og strákar spilvitlaus um leið og hann bvrjaði. Það var hreinlega eins og það rillaði allt holdið á sumum stelpunum, strax og þær heyrðu í munn- hörpufjandamun. — Kunni það að dansa — eða hvað — í Fenjadal í þeirri tíð? — Laugi í Hömrum hafði ró- ið einn vetur norður í Tanga- kaupstað', og þar hafði hann lært, maður, og eitthvað' kunni Matthías. Nú, og ekki vantaði kannski námfýsnina hjá því. Þetta var eilífur andskotans hringsnúningur á svellum og harðfenni og inni undir bað- stofulofti, ef þar var kamelsis- bora — og svo þegar fór að gef- ast úr hlöðum, þá var að nota hlöðugólfin til þess að snúast á þeim. — Ja, þá hefur nú farið að versna í því, var heldur háska- legra umhverfi — það skilur maður, greip ég fram í. — Ajá, ætli þú farir ekki nærri um það, fuglinn. Og víst er, að hún Gunna, greyið, í Hrauni varð nokkuð bunguvax- in, þegar fór að vora. — Var það kannski Matthí- ás? — Nei, ónei — fleiri voru nú sosum gikkirnir. — Sneri hann sér kannski að- allega að Mörtu? Litli maðurinn blés: Ekki framan af, ekki fvrr en undir jól, en þá var eins og hann HEIMILISRITIÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.