Heimilisritið - 01.05.1949, Qupperneq 49

Heimilisritið - 01.05.1949, Qupperneq 49
hefðir, Hvítur minn, átt að sjá upplitið á honum Guðjóni heitnum, þegar hann vaknaði. Hann neri augun til þess að vita, hvort þetta væri ekki mis- sýning. Þarna sátum við, hún á rúminu, en ég á kistlinum, og þöndum okkur aftur eftir Fæð- ingarsálmunum — svona utan- bókar, sungum margt hvað með gömlu lögunum, og þar var nú seimur, og þar voru nú áherzlur. Og við' rerum fram í gráðið, vor- um bæði orðin bullandi-löður- sveitt. Þegar við svo vorum bú- in að syngja upp undir það' helminginn af sálmunum — þarna í einni lotu, þá sló hún íeilpúst, eins og þeir mundu segja núna á skellibátunum. Nei, nú gæti hún ekki meira, en það vissi guð, að þetta hefði ver- ið yndisleg stund. Og við Guð- jón sagði hún, gat ekki lengur stillt sig, að ])essi piltur, hann mætti heita einstakur — kynni óskö]) af rímum og kvæðuin og svo sjálfa Fæðingarsálmana svona í ofanálag . . . Og hún rauk ofan og fram og sótti mér súrsaðan bringukoll, og þar á eftir fékk ég lútsterkt bauna- kaffi, var þó víst ekki alltaf ver- ið' að fara með svoleiðis í þá daga. En Guðjón var orðlaus, enda vrar rætt um sálma. ITún kvaddi mig næstum klökk, bless- uð húsfreyjan, og bað mig eins og guð sér til hjálpar að koma nú á sunnudaginn og syngja með sér nokkur vers. Eg hélt, að mín væri æran — og þá sálarhollust- an. Næsta sunnudag kom ég, og nú voru systurnar heima, hvort sem þær hafa nú vitað það eða ekki, h\rað til stóð. Eg var hinn alvarlegasti og virð'ulegasti, og svo hófst þá söngurinn. En h\rað heldurðu, Ijúfurinn? Rétt þegar ég er að byrja að svitna, en þó nokkuð farið að drjúpa af þeirri gömlu, þá fer Marta að flissa — og svo sprungu hinar, og allt stóðið þaut út. Meira að segja hann Guðjón dirfðist að' skella uþp úr. Sá fékk nú auga. Eg hélt bara hún ætlaði að taka rúm- fjölina sína, húsfreyjan, og reka hana í hann — og án þess að hætta að svngja. Hún þuklaði á henni, það gerði hún, en hvort sem hann hefur einhvern tíma á ævinni haft vonda reynslu af þeirri fjöl — eða hvað hefur gert honum, þá hypjaði hann sig út . . . Ég var þungur á brúnina, þegar söngnum lauk — sungum ekki nema út sálminn, sem við' vorum með, þegar hneykslið skeði, og hún — það lá við, að hún kveddi mig grát- andi, og ósköp bað hún mig inni- lega að fvrirgefa. Eg sagðist skyldi reyna það. (Xiðurlag næst). HEIMILISRITIÐ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.