Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 61
Mason segir, að þeir ætli að fara að gefa út nýtt tímarit. Þá þurfa þeir nýja starfskrafta. Það verður ef til vill ekki mikið upp úr því að hafa fyrst í stað, en ef tímiritið gengur vel, þá gæti þetta orðið sæmileg atvinna“. ,,Á ég að fara og tala við hann um þetta?“ spurði Allison. Hún hugsaði með sér: Eg fæ þessa vinnu — ég veit ég fæ hana! Ég þarf aldrei framar að stíga fæti mínum í spítalann. Eg ætti að hlæja af ánægju, en í stað þess er ég örvilnuð vegna þessa! „Þú átt að mæta þar klukkan tólf á mo;-gun“. „Þakka þér kærlega fyrir, pabbi. Þú ert alltaf jafnfljótur að koma öllu í kring fyrir mig. Ég veit, hve illa þér fellur að þurfa að biðja nokkurn um að gera þér greiða“. „Ég á miklu verra með að þola, að dóttir mín vinni þar, sem henni líkar ekki að vera“. „Það er ef til vi!l of sterkt til orða tekið, en ég . ..“ Hún fór að gráta. „Allison — barnið mitt ...“ „Fyrirgefðu mér, pabbi“, stundi hún upp, „ég er þreytt — ég . .. vil.tu lána mér vasaklút? .. .“ Hann spurði einskis, hvorki þá né síðar, og eftir stuttan tíma hafði hún jafnað sig svo, að hún fór hin rólegasta að segja honum frá þekktri leikkonu, sem var komin í spítalann til þess að eiga barn. „Það voru svo mikil læti í henni, að allt ætlaði á annan endann. Og ég veit, að þegar ég seinna sé hana á leiksvið- inu, þá mun grípa mig löngun til að hrópa til hennar: „Ég var viðstödd, þegar þér lékuð bezta hlutverk yðar, frú, og ég held að yður hafi farið aft- ur síðan!" „Og hvað átti hún svo?“ spurði faðir hennar. „Dreng — eftir þrjá tíma. Maður- inn hennar bókstaflega kraup fyrir henni af þakklátssemi, af því að hún lagði þessi ósköp á sig! “ Þetta minnti hana á dálítið sérstakt: „Pabbi, eru ekki karlmenn alveg dómgrcindarlausir á konur, sem þeir elska?“ „Stundum“, sagði hann þurrlega, „Og sjá svo mikið eftir því síðar“. „Og þá er það of seint". „Heimurinn er stór“, sagði hann, „og þú ert mjög ung“. Hún gekk til hans, kveikti í pípunni hans og kyssti hann á ennið“. „Ef til vill á ég eftir að verða fræg- ur ritstjóri“, sagði hún glaðlega, „með heilan herskara af handriturum í þjón- ustu minni. Það getur orðið miklu meira gaman að því en að ganga í hjóna- band!“ „Ef til vill“. „Eða ef til vill uppgötva ég það einn góðan veðurdag, að ég hef erft hæfi- leika þína tjl að skrifa, og þá .. .“ „Eða þú kynnist hinum rétta unga manni, sem þú hefur ekki enn heyrt eða séð“, sagði hann hægt. „Það er ekki það ólíklegasta, Allison“. „Já“, sagi hún með vantrúarhreim, „það gæti svo sem komið fyrir ...“ NOKKRUM DÖGUM síðar fékk Allison loforð um vinnu við tímaritið, sem stofna átti, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Verst þótti henni, að hún átti ekki að byrja fyrr en um sumarið, og HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.