Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 36
„Það er nú kannske fullmikið sagt að segja, að ég hafi áhuga á að kynna mér samborgara mína“, sagði frú Vallency, „en hvað sem því líður, þá munu at- huganir mínar verða á enda, jafnskjótt og ég hef fundið það sem ég leita að“. Þjónn einn kom að borðinu og tók að leggja á það diska og hnífapör handa frú Vallency; mér fannst tækifærið tilvalið til þess að draga mig í ldé, og gekk yfir að mínu eigin borði. Hálftíma síðar kom Louis til mín, og ég notaði strax tækifær- ið til þess að' spyrja hann nánar um hina fögru, fölu konu. „Mér finnst eins og ég hafi séð nafnið hennar áður“, sagði ég, „en ég man ekki hvar“. „Hún heitir ekki Vallency —, að minnsta kosti ekki að réttu lagi. Hún nefnir sig Vallency, en Vallency er föðurnafn hennar. Eiginlega heitir hún frú Anna Holden“. „Utlit hennar virðist benda til þess, að hún hafi þjáðst mikið“, sagði ég. „Það hefur hún líka gert“, sagði Louis. „Fyrir hálfu ári stóð hún frammi fyrir dómaran- um, ákærð fyrir morð. Ivviðdóm- endurnir ráðslöguðu í tólf klukkutíma, áður en þeir loksins úrskurðuðu hana „saklausa". Ur réttarsalnum varð að aka henni beina leið í sjúkrahúsið; ég held að hún liafi dvalist þar þangað' til fyrir um mánuði“. DAGINN EFTIR, þegar ég kom aftur niður í borðsalinn, tók ég eftir því, að ég sat alveg við hliðina á frú Vallency. Hún sat með stóran matseðil fyrir fram- an sig, er huldi andlit hennar að nokkru leyti. I fyrstu hélt ég, að hún liefði ekki hugmynd um, hvað fram færi í kringum sig, en mér varð fljótlega ljóst að mér skjátlað- ist. Það' kom fyrir að henni yrði litið til mín — en hún mundi ugglaust ekki eftir því, að við höfð'um verið kynnt, því það varð ekki á henni séð að hún þekkti mig aftur. En hún hafði samt auga með því sem fram fór. Það var eins og hún væri að skyggnast um eftir einhverjum sérstökum. Þetta var einmitt um mesta annatímann í Hótel Mil- ano og þess vegna var stöðugur straumur fólks inn um dvrnar. Þegar hún hafði snætt og henni hafði verið borið kaffi, var eins og hún róaðist dálítið; hún kveikti sér í sígarettu og hallaði sér á þægilegri hátt aftur á bak í stólnum. Skömmu síðar borg- aði hún fyrir sig, stóð upp og gekk út úr salnum, en frammi við dyrnar stöðVaði hún Louis yfirþjón og skiptist á nokkrum 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.