Heimilisritið - 01.10.1949, Blaðsíða 26
bogans. „Ungfrú Linda Holst?“
spurði hann. „Ég er Viktor
Berner, en þar eð við erum bæði
góðir \dnir Georgs híartins, leyf-
ist okkur vænti ég að kalla
hvort annað skírnarnöfnunum.
Það gleður mig, að þér skylduð'
koma, Linda“.
Hann var Ijómandi myndar-
legur, en hafði þó eiginlega ekki
neitt sérkennilegt við sig, og við
lá, að hann fyndi helzt til mik-
ið til sín.
„Þér eruð miklu laglegri en ég
hafði gert mér í hugarlund“,
sagði hann mjúkur í máli.
Það var hlýtt og vistlegt í
salnum. Fólkið var í óða önn að'
matast, enginn farinn að dansa.
Hljómsveitin tók samt að leika
vals.
„Nú, þarna kemur lagið okkar
aftur“, sagði Linda. Er Viktor
leit á hana undrandi, bætti hún
við: „Ég vinn í hljóðfæraverzl-
un. Hefur Georg ekki sagt yður
það?“
„Nei, hann hefur gleymt því“,
sagði Viktor. Hann snéri sér að
þjóninum og bað um flösku af
víni. „Eigum við að dansa?“
spurði hann.
Hún stóð á fætur, ákveðinn í
því að skemmta sér og njóta
kvöldsins.
Þegar þau komu aftur að
borðinu sagði Linda: „Þér áttuð
í rauninni mikið á hættu, er þér
buðuð mér út, án þess að hafa
séð mig“.
„Ég hafð'i heyrt rödd yðar“.
„Já, segja: halló. En af því
verður ekki m'ikið ráðið“.
„Það var óvenju skemmtilegt
halló. En hvað um yður sjálfa?
Attuð þér kannske ekki neitt á
hættu?“
„Jú“. Hún hugsaði sig um
andartak, hvort hún ætti að
skjóta sér á bak við þennan
kynlega, þokukennda Georg
Martin, en gerði það ekki. „En
það gat ekki neitt komið' fyrir,
enda þótt þér væruð mesti
þorpari“.
„Við gætum orðið skotin
hvort í öðru. Myndi yður finn-
ast það ægilegt?“
Hann var útfarinn flagari, og
bar það raunar með sér. Hann
var að vísu myndarlegur, en ef
maður hefði séð hann á kvik-
mynd, myndi manni strax hafa
orðið Ijóst, áð honum væri ætlað
hlutverk dólgsins. „Hvað finnst
yður sjálfum?“ spurði hún. „Um
það er vður áreiðanlega bezt
kunnugt".
„Ó, þér eigið \dð, að ég sé svo
reyndur?“ sagði hann brosandi.
„Viljið þér rétta mér saltið?“
sagði hún til að leið'a talið að
öðru.
Um það var ekki neinum blöð-
um að fletta, að hann var ósvik-
inn kvennabósi. Þegar hann
24
HEIMILISRITIÐ