Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 40

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 40
Hugh Bartöri sagði nokkur orð í róandi tón, og raddimar hurfu út í buskann. Lettie skildi að Hugh væri að fylgja gesti sín- um til c|yra, og hún gat ekki hamið forvitni sína, en stóð upp til þess að sjá hver gesturinn væri. Hún sá bara að hann var hár og kraftalegur og með rauð- leitt andlit og grátt hár. Þegar Hugh Barton kom inn aftur, gat hann auðveldlega séð á andlitssvip hennar, að hún hafði heyrt eitthvað af samtal- inu. „Þetta var einn vina minna, Jack Chambers, sýslumaðurinn héma í héraðinu.“ „Já, ég gat ekki komizt hjá að heyra, að hann varaði yður við einhverjum glæpamönnum!“ „Svona, svona ... Glæpamönn- um er nú ef til vill fullmikið sagt ... þótt þessir tveir náung- ar hafi verið nokkra mánuði í steininum fyrir uppþot og ó- eirðir ...“ „Voruð það þér, sem fenguð mennina handtekna?“ „Já ...!“ „Og nú hafa þeir hótað að hefna sín!“ hrópaði Lettie ótta- slegin. „Já, þeir hafa í hyggju að brenna kofann ofan af mér! Þeir hafa heitið því, að mér skuli verða velgt ...“ „Ó, nei!“ hvíslaði Lettie löm- uð af skelfingu. „Það er hræði- legt ... Þér eigið það á hættu að allt springi í loft upp ... Dynamitið ...“ „Já, alveg rétt ... Dynamitið ... því hafði ég gleymt!“ „Þetta er vissulega hræðilegt! Hugsið aðeins um hættuna, sem þér leggið yður í! Hættu, sem U Lettie þagnaði í miðri setn- ingu við að koma auga á það tillit, sem Hugh sendi henni. „Æ, afsakið!“ tautaði hún. „Ég haga mér víst heimsku- lega!“ „Nei, þér gefið aðeins tilfinn- ingum yðar lausan tauminn!“ sagði Hugh og gekk einu skrefi nær. „Tilfinningum?11 stamaði Let- tie. „Já, tilfinningum yðar til við- skiptavinar yðar, auðvitað!11 svaraði Hugh. „Viðskiptavinar, hvers velferð þér berið fyrir brjósti, og sem hættir ofurlítið á að verða sprengdur í loft upp með dynamiti.11 „Þér viðurkennið þá sjálfur, að það sé hætta á ferðum?“ „Hættan er alltaf fyrir hendi! Ef óþokkarnir koma í nótt, þá er jú möguleiki á því, að þeim heppnist að eyðileggja húsið ... en í mig ná þeir ekki ... Ég verð hérna nefnilega ekki. Og ráðskonan mín hefur frí frá því 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.