Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 37

Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 37
var Ijóst að þetta var fyrsta flokks ævintýri til þess að segja félögunum í skrifstofunni frá. Kaffið var ákaflega heitt, sterkt og svart — algerlega austur- lenzkt. Og meira að segja sígar- etturnar, seni sá gamli bauð honum, ilmuð'u af dulmögnum; hann saug reykinn að sér með velþóknun, — hann var svo full- komlega í samræmi við þessa litlu, undarlegu búð með hinum birtudaufa olíulampa í loftinu, hinum mörgu litríku ábreiðum og hinum haganlega útflúruðu bronzmunum. Honum fannst sem hann hefði aldrei smakkað neitt svipað, — þangað til hon- um varð litið á munnstykkið, og uppgötvaði að þetta var ná- kvæmlega sama tegundin og hann reykti dags daglega heima í London. Þar með rauk lieil- mikill ævintýraljómi út í veður og vind! SAMTALIÐ gekk ákaflega erfiðlega, þar sem knnátta gamla Arabans í enskri tungu var fjarskalega tilkomulítil, og hugmyndir Leslies um arabisku voru raunalega óbjörgulegar. En Leslie skildist þó smátt og smátt, að sá gamli hefði í hyggju að gefa honum gjöf í þakklæt- isskyni fyrir afrek hans. Hann stóð upp og hvarf á balc við teppi, en á meðan velti Leslie því fyrir sér, livers konar gjöf honum myndi hlotnast — ef til vill teppi, kannske einhver bronzhlutur. Það hlyti að minnsta kosti að verða ánægju- legt að geta sýnt samferðafólk- inu hann við borðið um kvöldið. En það varð dálítið allt ann- að. Sá ganili kom aftur og lagði tvo leðurpunga á borðið. í þeim stærri sagði hann að væri gull- hnullungur. . Leslie lyfti honum upp og fannst hann vera ótrúlega þung- ur eftir stærð. I hinum, hélt sá gamli áfram, var töfragripur — feikilega dýr- mætur og óviðjafnanlegur töfra- gripur — því að sá maður, sem átti hann, gat unnið ástir hverr- ar þeirrar konu, sem liann girnt- ist. Jafnvel hin auðugasta og fegursta kona í veröldinni myndi gefa honum hjarta sitt, bara ef hún sæi töfragripinn i eitt einasta skipti. Og ekkert gat þaðan í frá varpað skugga á ást hennar. Gamii maðurinn brosti um leið og hann bætti við: „Ég læt yður sjálfan velja, því að ég veit ekki hvort þér metið meira: gull eða ást. Sjálf- ur hef ég notið hvors tveggja um dagana!“ LESLLE hikaði við. Gull eða ást? HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.