Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 39
Leslie fann Daphne í hinum
venjulega aðdáendahópi sínum.
LESLIE ruddi sér ótrauðlega
braut; hann vissi, að hann hafði
litla leðurpunginn í brjóstvasan-
um, og við það óx honum ás-
megin. Hingað til hafði hann
alltaf verið hálf ragur, þegar
hann nálgaðist hana; Daphne
var svo fögur, og hún var jú
dóttir húsbóndans-------! I dag
var þetta allt öðru vísi. Hann
var þrunginn sjálfstrausti! Hann
þurfti aðeins að sýna henni
töfragripinn, og þá yrði það
hún, er myndi biðja hans. Og
hann hafð'i í hyggju að sýna
henni gripinn eins fljótt og
mögulegt væri.
„Þér dansið þennan dans lík-
lega við mig, ungfrú Daphne?“
Þetta hljómaði fremur sem skip-
itn en spurning. Hann tók hik-
laust undir arm henni og dró
hana með sér út á gólfið, áður
en henni gafst tóm til að svara,
og áður en ungi maðurinn, sem
stóð við hliðina á henni, gat
komið alvarlegum athugasemd-
um að. Hann fékk að'eins tæki-
færi til þess að segja, að honum
þætti það leitt, en ungfrú
Daphne hefði lofað . . . !
Leslie brosti vingjarnlega til
hans. Vesalingurinn — hann
átti víst engan töfragrip. I fram-
tíðinni myndi hann verða að
láta sér nægja að dást að
Daphne úr hæfilegri fjarlægð —
alveg eins og Leslie sjálfur hafði
gert hingað til —!
„Mér virðist svo sem þér sé-
uð full frakkir!“ sagði Daphne
og leit undrandi á hann. Allt til
þessa hafði hann verið yfir sig
kurteis og hræddur við að skap-
rauna öðrum eða vera öðrum til
fyrirstöðu.
„Finnst yður það!“ svaraði
Leslie kæruleysislega. „Tja, ég
veit annars ekki! Hvers vegna
skjdduð þér vera að' eyða tím-
anum með þessum náungum,
þeir meina hvort sem er ekkert
með því —“
„Gjörið þér það!“
Hann hikaði stundarkorn með
að svara. Kjarkurinn var að bila,
en hann minntist þá allt í einu
hins nýunna sjálfstrausts síns.
„Hér er heitt. Við skulum fara
út á þilfarið“.
Daphne varð sér til mikillar
skelfingar ljóst, að hann leitaði
yfirleitt ekki álits hennar. Hing-
að' til hafði hann gætt þess vand-
lega að kynna sér skoðanir
hennar um hvað eina, og farið
nákvæmlega eftir þeim. Nú ýtti
hann henni tafarlaust á undan
sér upp stigann.
„Já, en ég vil miklu heldur
dansa“.
„Þér skuluð sannarlega fá að
dansa, á eftir!“ Hann leiddi hana
HEIMILISRITIÐ
37