Heimilisritið - 01.07.1951, Page 4

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 4
Uppsögn „Sagðirðu ekki, að bótelið vceri í skógarrjóðri! Ö, mikið hlakka ég tur MORGUNN í maí. Hann leit á úrið um leið og hann opnaði skrifstofudyrnar: nákvæmlega 10! Og enn sem fyrr fann hann þennan ljúfa titr- ing undir brjóstinu vinstra meg- in, stolt hins stundvísa. En hann hafði ekki notið sælunnar til hálfs þegar nasir hans tóku ó- sjálfrátt að þenjast og lyktskynj- unin bar boðin til heilans: Vindlalykt. Það varð bylting í taugakerfinu. Vindlalykt á morgnana þýddi að forstjórinn var í æstu skapi, eitthvert óhapp Smásaga eftir ÁSA í BÆ hafði gerzt. Og svo var líka lok- að hjá forstjóranum, þetta lilaut að vera alvarlegt. Hann læddist hljóðlega að borðinu sínu með þá ósk brennandi í huga að lmrð- inni yrði nú ekki svipt uppá gátt á meðan hann læddist. Það tókst. Hann settist en þorði ekki að stynja, dró sjálfblekunginn úr brjóstvasanum, tók af hon- um lokið og prófaði hann á þerri- blaðinu. Höndin skalf. Hann reyndi að velta því fyrir sér hvað hann hafði verið að vinna síðustu daga, í von um að geta uppgötvað glappaskotið', villuna, hneykslið. En hann gat ekki hugsað, vindlalyktin sveif í kringum liann eins og gerninga- þoka og truflaði öll skilningar- vit. Snögglega opnaðist hurð. 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.