Heimilisritið - 01.07.1951, Page 22

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 22
Þegar allt var til reiðu og hver um sig hafði gróðursett sitt eftirlætisblóm, gekk guð gegn- um garðinn til að virða fyrir sér hin mörgu, fögru blóm. Að lok- um kom hann að reit, þar sem ekkert óx, en engill stóð og beið í auð'mýkt. „Hvers vegna hefur þú ekki gi'óðursett nein blóm?“ spurði drottinn. Engillinn svaraði auðmjúkur: „Þegar allir englarnir þustu fram til að ná sér í blóm, var ég ekki viss um, að neitt yrði eftir handa mér, og því kaus ég heldur að bíða og sjá til“. Þessu svaraði guð: „Þú skalt vera verndarengill látleysisins, og dyggð þín skal ekki ólaunuð. Eg mun prýð'a reit þinn litlum, fögrum, angandi blómum, sem líkjast augum þínum. Þessi blóm skulu alla tíð vera tákn- ræn fyrir látleysisdyggð þína, en þau skulu ekki fengin rnönn- unum í hendur. Þau skulu verða eftir í paradís, svo mennirnir geti séð, hvers þeir hafa farið á mis fyrir hroka sinn“. Þegar látlausi engillinn heyrði, að fjólan ætti að verða eftir og ekki koma í hendur mannanna, bað hann, að svo yrði ekki. „Fjólan“, sagði engillinn, „mun ætíð’ minna mennina á, hvað þú hefur sagt. Látið þá einnig eign- ast hana“. Og síðan, enn þann dag í dag, finnum við fjóluna á sínum lát- lausa stað inni í skóginnm, þar sem hún teygir fram Htinn, blá- an kollinn og virðist næstum kalla til mannanna: „Æfðu þig vel — hvern dag í dyggð fjól- unnar — látleysi“. Forn-Grikkir hafa fundið upp aðra sköpunarsögu fjólunni til handa, og um það segir Schiller: „Hinir hugmyndaríku gömlu Hellenar urðu auðvitað að' hafa sérstaka sköpunarsögu fyrir fjól- una. Sólguðinn Helios varð ást- fanginn af ungri stúlku, dóttur Atlas. Stöðugt ásótti hann hana með' glóðheitum geislum sínum, en þar eð hún kærði sig ekkert um hann, reyndi hún sífellt að forðast hann. Hún þoldi þessa ásókn ekki til lengdar, og sneri sér til Zeus í bæn um hjálp. Hann aumkvaðist yfir hana og breytti henni í lítið blátt blóm. Langt inni í skóginum var hún falin, svo að Helios náði ekki til hennar með geislum sín- um, og þar blómstrar hún enn, og það' er eins og hún sé ótta- slegin og kvíðin yfir því, að sól- geislarnir muni ná til hennar. Þetta var sköpunarsaga fjól- unnar hjá Hellenum, en þeir urðu einnig að leysa úr því, hvaðan hún hefði fengið hinn fagurbláa lit, og skýringin var 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.