Heimilisritið - 01.07.1951, Page 28

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 28
angri sínu, þegar hún kom um borð. Mary og Bill höfðu komið öllu svo prýðilega fyrir . .. þau ætluðu í langferð og voru svo vel búin vistum, að þau þurftu ekeki í land fyrr en þau lysti. Doris dáðist að skútunni, sem var hin viðfelldnasta í alla staði, með fallegum klefum og þægi- legum legustólum. Ivlefi Mary var stærstur ... þar héldu þau sig, þegar ekki var gott veður. Doris uppgötvaði dag einn, sér til mikillar undrunar, skamm- byssu, sem lá á borði Mary. „Það er „Benni“,“ sagði Bill hlæjandi. „Mary er smeyk við að vera alein heima, og þetta var eitt af því fyrsta, sem hún bað mig um. Hún vildi endilega hafa hana með sér um borð. Hún heldur líklega, að sjóræningjar muni ráðast á okkur!“ „Er hún hlaðin?“ spurði Niko- las. „Þetta er nokkuð hættulegt leikfang“. „Auðvitað er hún hlaðin“, svaraði Mary, hálfgröm yfir, að þau skyldu hlæja að ótta henn- ar. „Hvaða gagn ætti maður að hafa af skammbyssu annars?“ Fyrstu dagana var allt un- aðslegt. Sólin skein, og þau gátu dvalið ofanþilja í baðfötum ... á kvöldin nutu þau svalans í stórum legustólunum. Mary og Bill voru enn svo nýgift, að' þau vildu gjarnan vera ein út af fyrri sig, og Niko- las og Doris urðu því að láta sér nægja hvort annað. Doris var tekin að hugsa um það. Hún fann, að Nikolas gæti aldrei orðið henni annað né meira en nr. tvö. Hraustlegt og hreinskilnislegt andlit Denis skyggði ætíð á, þegar hún reyndi að telja sér trú um, að hún elsk- aði Nikolas. En þótti henni samt vænt um Nikolas? Hann var alltaf svo kurteis og hugulsam- ur við' hana, og hún þráði að giftast og eignast eigið heimili. Kvöld eitt, er þau lágu og móktu í legustólunum, laut Nikolas allt í einu niður að henni og kyssti hana. Hann kall- aði liana öllum blíðústu nöfnum og var svo góður og ástríkur, að hún skammaðist sín fyrir að vera ekki ánægð. Hún hallaði sér að honum og sagði: „Það verður gaman að segja Bill og Mary fréttirnar“. Hann bað hana innilega að minnast ekki á það' ... hann sagði, að þau skyldu njóta ham- ingju sinnar í ró og næði, þau gætu sagt frá því, þegar ferðinni væri lokið. Doris varð fyrir vonbrigðum, hún hafði hlakkað til að segja Mary, að hún myndi einnig brátt giftast, en hún lét að bón Nikolas, því honum virtist það 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.