Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 31

Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 31
ÁSTLAUST HJÓNABAND Sp.: Kæra Eva. Ég hef verið gift í sjö ár, eignast tvö efnileg börn og fal- legt heimili — ætti yfirleitt ekki að þurfa að kvarta — en mér finnst mað- urinn minn hafa meiri áhuga á starfi sínu en einkalífi okkar. Hjónaband okk- ar er orðið eitthvað svo ástlaust. Get ég gert nokkuð til þess að ráða bót á þessu? GuSrún. Sv.: Ræddu við manninn þinn ,um þá hættu, sem þú teljir vera á því, að hjónaband ykkar sé að verða að vana- sambúð, og að þið verðið að reyna að finna eitthvert ráð til þess að örfa og efla ást ykkar, því að starf og peningar og það sem fæst fyrir peninga getur ekki komið í stað kærleika og hjartayls. Myndi hann ekki fallast á að fara í ferðalag með þér, eða lyfta sér eitthvað upp ásamt þér, kvöld og kvöld. Þegar hjón hafa verið gift um nokkra ára bil, koma oft fyrir mánuðir eða ár, sem þau verða þreytt á hvoru öðru, en sem betur fer lagast það oftast. Reyndu t.d. að finna einhver áhugamál, sem þið get- ið sinnt sameiginlega. Ef þið leggizt á eitt við að gera sambúð ykkar tilbreyt- ingarríkari og innilegri, munið þið ef- laust komast yfir þessa erfiðleika. FITNAR - HEFUR ÓHREINA HÚÐ Sp.: Kæra Eva. Ég er alltaf að þyngj- ast og finnst ég alltaf eitthvað svo xlla „upplögð." Auk þess hef ég óhreina húð. Hvað á ég að gera? — Svava Sv.: Gættu þess, að meltingin sé á- vallt í lagi, og nauðsynlegt er fyrir þig að ganga úti daglega eða iðka einhverja útiíþrótt. í öðru lagi skaltu forðast að borða feitmeti, t. d. feitt kjöt eða feitar sósur; ennfremur er óhollt fyrir þig að reykja mjkið eða drekka sterkt kaffi, te eða áfengi. Hreinsaðu húðina á hverju kvöldi, annað hvort með spíritus- blöndu eða með því að nudda hreins- unarkremi inn í húðina, láta það bíða þangað til það er vel bráðnað og þurrka það svo burt með hreinum baðmullar- hnoðra. Á eftir, þegar ryk og óhreinindi dagsins eru í burtu, er gott að baða húðina upp úr mildri upphristri brenni- steinsblöndu með litlum baðmullar- hnoðrum. Á morgnana er húðin svo þvegin úr heitu og köldu vatni. Einnig er gott að taka vikulega gufuböð. Þá hefurðu andlitið yfir sjóðheitu vatni, og má breiða handklæði yfir höfuðið, til þess að gufan hverfi ekki burtu of fljótt. Að því loknu skaltu þrýsta stærstu húðormunum út milli naglana á þumalfingrunum, en liafðu þá dálitla hreina baðmull um þær. Svo baðarðu andlitið á eftir upp úr ísköldu vatni. Ef þessar ráðleggingar verða þér ekki að gagni, skaltu fara til læknis, enda hafa húðsjúkdómalæknar nú orðið ýms fljótvirk, nýtízku lyf, til þess að lækna óhreina húð. í sambandi við það, að þú segist vera þreytt og illa upplögð, skal ég gefa þér gott resept. Skerðu stóran lauk í smátt og sjóddu hann í hálftíma í HEIMILISRITIÐ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.