Heimilisritið - 01.07.1951, Page 39

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 39
JENNY brosti til unga, háa maxmsins síns. Þau urðu sam- ferða í sólskininu til vinnu sinn- ar. Hún elskaði rautt hárið á honum og freknótta nefið. Augu hans voru eins og bláir logar, þegar eitthvað hrærði hann eða æsti, og Jenny vissi, hvað hann hugsaði, áður en hann sagði það. „Ef til vill væri það samt bezt, að Wirt Aaamson segði þér upp strax“, sagði hann dauflega. „Ég skal finna einhver ráð, það sver ég. Einn góðan veðurdag skaltu ekki þurfa að vinna fram- ar, frú Holmes. Og börn þín og barnabörn--------“ „Þegiðu, bjáninn þinn“, sagði Jenny hlæjandi. „Mér þykir gaman að vinna. Eg skal hringja til þín, strax þegar hann hefur kveðið upp dóminn“. Og svo skildu þau og fóru sitt til hvors starfs. WIRT Adamson sagði „góð- an daginn“ fremur stuttaralega, þegar Jennv kom inn. Hún beið með öndina í hálsinum, eftir því, sem hann ætlaði að segja. Hann ræskti sig og lét sem hann væri önnum kafinn. „Hvað viðvíkur einkamálefn- um yðar“, sagði hann þurrlega, „er bezt að þér skipið þeim á þann hátt, sem þér töluðuð um í gær“. Þrátt fyrir þurrlega og af- undna framkomu hans, langaði Jenny mest til að faðma hann að sér. „Þúsund þakkir, Adamson“, sagði Jenny lágt. „Ég — ég — þér skuluð ekki þurfa að' sjá eft- ir þessu“. „Látið Minnie Areher eftir eins mikið af starfi yðar og þér getið“, hélt hann kuldalega á- fram, „og hafið auga með henni. Það er sannarlega koirdnn tími til að hún sýni, að hún eigi kaup sitt skilið. Jæja, svo skulum við snúa okkur að bréfunum“. Jenny Holmes var Ijóst, að það var á móti vilja hans, að hún fékk að vera áfram, en það gat hún ekki verið að fást um. Það var henni fyrir öllu að fá að lialda áfram vinnunni. Sá næsti, sem hún varð að láta vita um barnið, var Minnie Archer. Hún var yndisleg, lítil og ljóshærð stúlka með fjólublá augu. „Ó, guð!“ stundi Minnie. „En hvað það’ er spennandi“. Og svo þaut hún af stað — eins og Jenny hafði búizt við — til að segja fréttina um allt húsið. Það var hvíslað og pískrað um ástand Jenny. Það voru ein- mitt þess konar truflanir, sem Wirt Adamson hafði svo mikla óbeit á. Jenny féll það illa sjálfri, en hún sagði við sjálfa sig: „Þil ert ehki sú fyrsta, sem HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.