Heimilisritið - 01.07.1951, Page 41

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 41
kliður rauf þögnina. Starfsfélag- ar hennar fylltu stofuna, bros- leitir á svip. Einn þeirra setti körfu, prýdda rauðum og bláum borðum, á skrifborðið' hennar. „Flýttu þér að skoða í hana“, sagði Minnie Archer áköf. Konur og karlar á öllum aldri þyrptust um Jenny, á meðan hún leysti borðana með skjálf- andi höndum. „En hvað þið eruð góð“, sagði Jenny og bæði hló og grét. Þegar búið var að opna alla pakkana og dást að innihaldinu, sátu þau og borðuðu ís og hlógu og gerðu að gamni sínu, en allt í einu þagnaði hláturinn. Jenny leit upp. Wirt Adamson gekk gegnum skrifstofuna án þess að líta til hægri eða vinstri. Var- irnar voru samanbitnar, augun reiðileg. í sama bili sló klukkan fjögur. Þau höfðu skemmt sér í vinnutímanum. „Við höldum skilnaðarveizlu fyrir Jenny“, sagði Minnie Archer allt í einu. „Má ekki bjóða yður ís, Adamson?“ „Nei, takk“. Hann flýtti sér inn í einka- skrifstofu sína og skellti á eftir sér. „Ó, þessi staur“, andvarpaði Minnie. „Jæja, við verðum víst að hypja okkur. Vei-tu sæl, Jenny“. Þau læddust burt eins og ó- þægir krakkar, og Jenny var ein eftir í skrifstofunni, sem allt í einu tók að hringsnúast fyrir augum hennar. Hún stóð upp og leit ringluð umhverfis sig. Hatt- urinn og kápan? Dyrnar? Ó, það var satt, gjafirnar. Hún vissi ekki, hvað hún átti við þær að gera. Svo var liringt. Ósjálfrátt tók Jenny blýantinn og hraðritunar- bókina og flýtti sér inn til Adamsons. „Hringduð þér?“ spurði hún veikri, annarlegri röddu og datt á gólfið. WIRT Adamson raupaði jafn- an af því, að hann væri ætíð rólegur, hvað sem að höndum bæri. En þetta sló hann alveg út af laginu. Hann studdi fingr- inum fast á bjölluhnappinn, en enginn kom. Svo tók hann Jenny í fangið' og bar hana yfir í djúpa hægindastólinn við gluggann. Hann sótti glas af vatni og dreypti á hana. Hvað nú, afáglapmn þinn? sagði hann við sjálfan sig. Sendu eftir manninurn hennar. Hvar vinnur liann? Sendu eftir lækn- inum. Hver er lœknir hennar? Hann hljóp fram í ganginn til að ná í einhvern kvenmann, en fann enga. Hann þaut aftur inn til Jenny. Augu hennar voru galopin. Hún reyndi að segja HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.